Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 14:33 Jólasveinsleikari að störfum í Disney-skemmtigarði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira