„Alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2020 16:23 Bóndinn á Grænumýri segir riðusmitið vera mikið áfall. Vísir/Tryggvi Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“ Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Bóndinn á Grænumýri í Skagafirði þar sem sterkur grunur leikur á riðusmiti hefur enga von um að endanleg niðurstaða sýnatöku leiði annað í ljós. Erfitt gæti reynst að farga öllum þeim skepnum sem þarf að skera niður. Greint var frá því í gær að mögulega þurfi að skera niður á þriðja þúsund fjár eftir að riðusmit kom upp í Skagafirði í Tröllaskagahólfi. Sterkur grunur leikur á að riðusmitað fé hafi farið frá Stóru-Ökrum Eitt á þrjá aðra bæi í sveitinni. Þar á meðal einn hrútur á Grænumýri, þar sem líklegast þarf að skera niður allt fé. „Það er bara mjög slæmt, það er bara áfall. Það er bara þannig,“ segir Guttormur Hrafn Stefánssson, bóndi á Grænumýri. Endanleg niðurstaða um hvort skera þurfi niður mun ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Guttormur er ekki bjartsýnn. „Það er alltaf hægt að halda í vonina en ég held að hún sé engin.“ Hann segir óvíst hvað taki við. „Það er bara óljóst, það er bara að taka stöðuna þegar úrskurðurinn kemur,“ segir Guttormur en atvinnuvegaráðuneytið þarf að fyrirskipa fyrir um niðurskurð eftir að endanleg niðurstaða um riðusmit liggur fyrir. Sýnatökur hafa farið fram víða í Tröllaskagahólfi í dag og í gær til að reyna að meta útbreiðslu riðusmitsins. „Þegar við fáum niðurstöðurnar varðandi þær fáum við betri mynd hversu víðtækt smitið er,“ segir Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir á norðvestursvæði. Um gríðarleg magn fjár er að ræða, og erfitt gæti reynst að farga því verði skorið niður. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir stendur í ströngu þessa dagana.Vísir/Tryggvi „Það er stærsta vandamálið varðandi förgunina, það er að finna hentuga leið til þess.“ Í fyrri riðusmitum hafa hræin verið send í brennslu en líklega verður niðurskurðurinn nú of umfangsmikill til þess. Matvælastofnun hefur óskað eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Líklegt er talið að hræin verði urðuð á urðunarrsvæðum þar sem svokallaðir áhættuvefir og sýkt hræ hafa verið urðuð fyrir. Jón Kolbeinn hefur verið í nánum samskiptum við bændur á svæðinu síðustu daga. Hann segir hljóðið þungt. „Flestir eru hugsi og leiðir. Þetta er mikið högg. Það er ekkert grín þegar menn þurfa að skera niður bústofninn sinn. Miklar tilfinningar í spilinu þannig að að við höldum ró okkur og hugsum vel til hvers annars. Það er engum að kenna þegar eitthvað svona kemur upp. Þetta er eitthvað frá forfeðrum okkar, þetta smitefni.“
Skagafjörður Landbúnaður Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Tengdar fréttir „Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01 Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15 Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
„Þetta er harmleikur“ Bóndi á bænum Grænumýri á Tröllaskaga, sem sér fram á að þurfa að farga hátt í 1100 fjár vegna riðu sem greindist í hrúti á bænum, segir það harmleik. Samfélagið sé lamað eftir þennan mikla skell. 23. október 2020 20:01
Stefnir í að fella þurfi þrjú þúsund fjár Sterkur grunur er um riðusmit á þremur bæjum á Tröllaskaga til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit varð staðfest í vikunni. Alls er um að ræða tæplega þrjú þúsundur kindur og lömb. 23. október 2020 16:15
Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. 23. október 2020 14:23