Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 07:30 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. Noregur tapaði 2-1 fyrir Serbíu um leið og Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu og komst áfram í umspilinu. Lagerbäck, sem stýrði Íslandi upp um yfir 100 sæti á heimslista FIFA á sínum tíma, skipti leikmönnum sínum í nokkra hópa dagana eftir tapið og bað þá um að svara spurningum um spilamennsku liðsins. Þegar funda átti með hverjum hópi sauð upp úr á milli Sörloth og Lagerbäck sem hnakkrifust fyrir framan allan leikmannahópinn. Verdens Gang fjallaði um málið í byrjun þessarar viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði farið svoleiðis yfir strikið að hann hefði aldrei kynnst öðru eins á 30 ára ferli. Sörloth hefði meðal annars sakað þjálfarateymið um vanhæfni. Í yfirlýsingu sambandsins stóð að Sörloth hefði verið boðið að láta sína hlið fylgja með en hann ekki þáð það. Sörloth segir það ekki rétt. Hann hafi vissulega viljað útkljá málið innan liðsins, og talið því lokið þar sem þeir Lagerbäck hefðu „horfst í augu og tekist í hendur“. En úr því að senda hafi átt út yfirlýsingu hafi hann óskað eftir að sjá hvað þar stæði áður en hann tjáði sig. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Sörloth, sem er framherji RB Leipzig, sagði þetta í yfirlýsingu sem umboðsmaður hans sendi út síðdegis í gær. Þar sagði hann einnig: „Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Það sem að ég gerði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar umsögn, þá sagði ég að ég væri mjög gagnrýninn á það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serbíu. Einnig varðandi þær taktísku breytingar sem gerðar voru í leiknum,“ sagði Sörloth, og bætti við: „Allt það sem ég sagði við þjálfarana snerist um fótboltalega þætti með það að markmiði að liðið yrði enn betur búið fyrir leiki. Og sérstaklega þennan leik.“ Erling Haaland og Alexander Sörloth eru tveir af stjörnum norska landsliðsins.Getty/Liam McBurney Í lok yfirlýsingarinnar vísaði Sörloth til þess þegar Lagerbäck skaut á hann fyrir að klúðra algjöru dauðafæri í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum, og sagði: „Nú er þessu máli lokið hvað mig varðar. Ég mun alveg örugglega klúðra einhvern tímann fyrir opnu marki aftur. En ég get lofað einu. Ég mun alltaf leggja mig allan fram fyrir Noreg.“ Norska sambandið segist standa við fyrri yfirlýsingu. Í fjóra daga hafi Sörloth gefist tækifæri til að tjá sig um hvað gerðist og segja að menn væru sammála um að málinu væri lokið eftir að hann hefði beðist afsökunar á upphlaupi sínu. Hin nýja yfirlýsing framherjans passi ekki við það sem þjálfararnir hafi sagt. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. Noregur tapaði 2-1 fyrir Serbíu um leið og Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu og komst áfram í umspilinu. Lagerbäck, sem stýrði Íslandi upp um yfir 100 sæti á heimslista FIFA á sínum tíma, skipti leikmönnum sínum í nokkra hópa dagana eftir tapið og bað þá um að svara spurningum um spilamennsku liðsins. Þegar funda átti með hverjum hópi sauð upp úr á milli Sörloth og Lagerbäck sem hnakkrifust fyrir framan allan leikmannahópinn. Verdens Gang fjallaði um málið í byrjun þessarar viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði farið svoleiðis yfir strikið að hann hefði aldrei kynnst öðru eins á 30 ára ferli. Sörloth hefði meðal annars sakað þjálfarateymið um vanhæfni. Í yfirlýsingu sambandsins stóð að Sörloth hefði verið boðið að láta sína hlið fylgja með en hann ekki þáð það. Sörloth segir það ekki rétt. Hann hafi vissulega viljað útkljá málið innan liðsins, og talið því lokið þar sem þeir Lagerbäck hefðu „horfst í augu og tekist í hendur“. En úr því að senda hafi átt út yfirlýsingu hafi hann óskað eftir að sjá hvað þar stæði áður en hann tjáði sig. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Sörloth, sem er framherji RB Leipzig, sagði þetta í yfirlýsingu sem umboðsmaður hans sendi út síðdegis í gær. Þar sagði hann einnig: „Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Það sem að ég gerði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar umsögn, þá sagði ég að ég væri mjög gagnrýninn á það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serbíu. Einnig varðandi þær taktísku breytingar sem gerðar voru í leiknum,“ sagði Sörloth, og bætti við: „Allt það sem ég sagði við þjálfarana snerist um fótboltalega þætti með það að markmiði að liðið yrði enn betur búið fyrir leiki. Og sérstaklega þennan leik.“ Erling Haaland og Alexander Sörloth eru tveir af stjörnum norska landsliðsins.Getty/Liam McBurney Í lok yfirlýsingarinnar vísaði Sörloth til þess þegar Lagerbäck skaut á hann fyrir að klúðra algjöru dauðafæri í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum, og sagði: „Nú er þessu máli lokið hvað mig varðar. Ég mun alveg örugglega klúðra einhvern tímann fyrir opnu marki aftur. En ég get lofað einu. Ég mun alltaf leggja mig allan fram fyrir Noreg.“ Norska sambandið segist standa við fyrri yfirlýsingu. Í fjóra daga hafi Sörloth gefist tækifæri til að tjá sig um hvað gerðist og segja að menn væru sammála um að málinu væri lokið eftir að hann hefði beðist afsökunar á upphlaupi sínu. Hin nýja yfirlýsing framherjans passi ekki við það sem þjálfararnir hafi sagt.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53
Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31