Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 22:18 Kennarinn Samuel Paty var myrtur á hrottalegan hátt fyrir að sýna skopmyndir af Múhammeð spámanni. Hann var jarðaður í gær. AP/Francois Mori Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu. Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu.
Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46