Kirkjuhúsið selt einum stofnenda Nikita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2020 17:34 Kirkjuhúsið hefur verið selt. Vísir/Hanna Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans að því er fram kemur í frétt RÚV. Valdimar, ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, stofnaði fatamerkið Nikita áður en það var selt finnsku íþróttavörusamsteypunni Amer Sports. Kirkjuráð samþykkti tilboð í húsnæðið um miðjan september síðastliðinn en samningnum hefur enn ekki verið þinglýst. Þá hefur ekki fengist uppgefið hver kaupupphæðin hafi verið á húsinu en verð sem sett var á eignina voru 570 milljónir. Húsnæðið hefur ekki verið í notkun í um ár eftir að Biskupsstofa flutti alla sína starfsemi í Katrínartún og lá þá endanlega fyrir að selja þyrfti húsið. Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að selja húsið við Laugaveg 31 en fyrir þremur árum síðan bárust nokkur tilboð í eignina en þeim var öllum hafnað, þar á meðal staðgreiðslutilboði frá M3 Capital ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri að nýir eigendur segist sjá tækifæri í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast þeir koma á fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Húsið hefur ávallt verið talið einstaklega veglegt en það er 1.540 fermetrar að stærð og eru upphleyptar myndir af gríska guðinum Hermesi á svölum hússins. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara fyrir Martein Einarsson Kaupmann og var það reist á árunum 1928-1930. Þjóðkirkjan Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Kirkjumálasjóður hefur selt fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Fyrirtækið S&H Invest hefur keypt húsið og er það í eigu Valdimars Kristins Hannessonar og fjölskyldu hans að því er fram kemur í frétt RÚV. Valdimar, ásamt Rúnari Ómarssyni og Aðalheiði Birgisdóttur, stofnaði fatamerkið Nikita áður en það var selt finnsku íþróttavörusamsteypunni Amer Sports. Kirkjuráð samþykkti tilboð í húsnæðið um miðjan september síðastliðinn en samningnum hefur enn ekki verið þinglýst. Þá hefur ekki fengist uppgefið hver kaupupphæðin hafi verið á húsinu en verð sem sett var á eignina voru 570 milljónir. Húsnæðið hefur ekki verið í notkun í um ár eftir að Biskupsstofa flutti alla sína starfsemi í Katrínartún og lá þá endanlega fyrir að selja þyrfti húsið. Þjóðkirkjan hefur lengi reynt að selja húsið við Laugaveg 31 en fyrir þremur árum síðan bárust nokkur tilboð í eignina en þeim var öllum hafnað, þar á meðal staðgreiðslutilboði frá M3 Capital ehf. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækjasölunni Suðurveri að nýir eigendur segist sjá tækifæri í þeirri þróun Laugavegarins að færast meira yfir í göngugötu og hyggjast þeir koma á fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Húsið hefur ávallt verið talið einstaklega veglegt en það er 1.540 fermetrar að stærð og eru upphleyptar myndir af gríska guðinum Hermesi á svölum hússins. Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni húsameistara fyrir Martein Einarsson Kaupmann og var það reist á árunum 1928-1930.
Þjóðkirkjan Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tilboð í Laugaveg 31 samþykkt af kirkjuráði Kirkjuráð hefur samþykkt tilboð í fyrrum húsnæði Biskupsstofu við Laugaveg 31. Nokkrir fyrirvarar eru á tilboðinu, meðal annars um fjármögnun en síðar í þessum mánuði skýrist hvort af kaupunum verði. 14. september 2020 23:51