Spyrja hvort móðurfélag Norðuráls reyni að þvinga niður raforkuverð Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 18:26 Norðurál rekur álver á Grundartanga. Vísir Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. Í yfirlýsingu Landsvirkjunar er krafa Norðuráls sett í samhengi við að móðurfélag þess virðist reyna að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum. Norðurál sendi Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem fyrirtækið óskaði íhlutunar vegna þess sem telur misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu þegar það falaðist eftir að kaupa raforku á skammtímamarkaði í sumar. Landsvirkjun hafi sett upp yfirverð á orkunni. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér síðdegis er þeim ásökunum vísað á bug og fullyrt að fyrirtækið hafi farið að samkeppnislögum, þar á meðal ákvæðum sem banna sölu á orku undir kostnaðarverði sem hafi neikvæð áhrif á samkeppni. Gerir Landsvirkjun einnig athugasemdir við rökstuðning Norðuráls um að fyrirtækið hafi ekki haft nægjanlega orku í gegnum langtímasamninga til þess að halda uppi fullri framleiðslu í álverinu á Grundartanga í allnokkur ár. Landsvirkjun bendir á að hún sjái Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins. Verð Landsvirkjunar á skammtímaorku hafi verið við kostnaðarverð undanfarin misseri og því hafi ekki verið borð fyrir báru að selja það lægra verði. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á skerðingum annarra raforkuframleiðanda og er ekki eini raforkubirginn sem álver og aðrir viðskiptavinir geta leitað til vegna kaupa á skammtímaorku,“ segir í yfirlýsingunni. Orkufyrirtækið setur erindi Norðuráls í samhengi við fréttir af því að Century Aluminium, móðurfélag þess, ætli að loka álveri sínu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í desember fáið það ekki lægra raforkuverð. „Vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum,“ segir Landsvirkjun í yfirlýsingunni. Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Samkeppnismál Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira
Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á skammtímamarkaði með raforku. Í yfirlýsingu Landsvirkjunar er krafa Norðuráls sett í samhengi við að móðurfélag þess virðist reyna að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum. Norðurál sendi Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem fyrirtækið óskaði íhlutunar vegna þess sem telur misnotkun Landsvirkjunar á markaðsráðandi stöðu þegar það falaðist eftir að kaupa raforku á skammtímamarkaði í sumar. Landsvirkjun hafi sett upp yfirverð á orkunni. Í yfirlýsingu sem Landsvirkjun sendi frá sér síðdegis er þeim ásökunum vísað á bug og fullyrt að fyrirtækið hafi farið að samkeppnislögum, þar á meðal ákvæðum sem banna sölu á orku undir kostnaðarverði sem hafi neikvæð áhrif á samkeppni. Gerir Landsvirkjun einnig athugasemdir við rökstuðning Norðuráls um að fyrirtækið hafi ekki haft nægjanlega orku í gegnum langtímasamninga til þess að halda uppi fullri framleiðslu í álverinu á Grundartanga í allnokkur ár. Landsvirkjun bendir á að hún sjái Norðuráli aðeins fyrir um 35% af orkuþörf álversins. Verð Landsvirkjunar á skammtímaorku hafi verið við kostnaðarverð undanfarin misseri og því hafi ekki verið borð fyrir báru að selja það lægra verði. „Landsvirkjun ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á skerðingum annarra raforkuframleiðanda og er ekki eini raforkubirginn sem álver og aðrir viðskiptavinir geta leitað til vegna kaupa á skammtímaorku,“ segir í yfirlýsingunni. Orkufyrirtækið setur erindi Norðuráls í samhengi við fréttir af því að Century Aluminium, móðurfélag þess, ætli að loka álveri sínu í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í desember fáið það ekki lægra raforkuverð. „Vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum,“ segir Landsvirkjun í yfirlýsingunni.
Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Samkeppnismál Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Sjá meira