Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 15:56 Heiðrún Helga Bjarnadóttir segir að sér hafi ekki liðið vel á meðan skjálftinn gekk yfir. Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur. Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. Þó nokkur tími líður frá því að Heiðrún tók eftir því að eitthvað væri á seyði, þangað til mesta höggið kom. Heiðrún deilir myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, á Facebook. Á því má sjá hana vera að syngja jólalag en nokkrum sekúndum síðar verður hún fyrst vör við skjálftann. Athygli vekur að myndbandið er tekið í Borgarnesi, um 70 kílómetrum frá upptökum skjálftans við Kleifarvatn, en hann var 5,6 að stærð, og einn sá stærsti sem mælst hefur á Reykjanesinu í þrjá áratugi. Í samtali við Vísi segir Heiðrún að hún hafi orðið logandi hrædd á meðan jarðskjálftinn reið yfir. Hún sat við píanóið og var í miðju lagi þegar einhvers konar öldugangur gerði vart við sig. Myndbandið telur 32 sekúndur og skjálftabylgjurnar bárust í Borgarnes þegar um sjö sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Þá lítur Heiðrún upp og heyra má hljóðið í skjálftanum. Sjö sekúndum síðar hefst hristingurinn fyrir alvöru og nokkrum sekúndum síðar koma að því er virðist tvær stórar höggbylgjur. „Þó að þetta séu bara örfáar sekúndur þá virkar þetta eins og margar mínútur. Ég skalf alveg á höndunum á eftir. Ég var hrædd. Það er ekki vanalegt að menn finni svona í Borgarnesi,“ segir Heiðrún. Sjálf vekur hún athygli á því að hún sé að syngja jólalag, þrátt fyrir að enn sé um tveir mánuðir til jóla. Biður hún vini sína á Facebook og lesendur Vísis vinsamlegt að horfa framhjá því. Aðspurð um af hverju hún hafi verið að syngja jólalag í október tekur hún skýrt fram að hún sé ekki eitthvað „klikkað jólabarn.“ Heiðrún Helga Bjarnadóttir hafði aldrei fundið jarðskjálfta fyrr en í dag.Gunnhildur Lind photography Hún hafi einfaldlega verið beðin um að syngja á jólatónleikum í aðdraganda jólana og að hún hafi verið að taka upp prufu, þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það eru komnar upp að þær kenningar á samfélagsmiðlunum að það hafi verið móðir náttúra grípa í taumana, segir hún,“ nokkuð létt í bragði. Þrátt fyrir að jarðskjálftinn hafi verið stór virðist lítið sem ekkert tjón hafa orðið á mannfólki eða munum. Almannavarnir minna einnig almenning á það geti verið mjög gagnlegt ef þeir sem finni fyrir skjálftum tilkynni það, það hjálpi við mat á skjálftunum og við áætlanagerð til framtíðar. Hér má einnig kynna sér leiðbeiningar um það hvernig bregðast eigi við þegar jörð skelfur.
Borgarbyggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24 Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13 Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11 Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. 20. október 2020 15:24
Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 15:13
Sjáðu viðbrögð forsætisráðherra við skjálftanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í miðju viðtali við blaðamann bandaríska blaðsins Washington Post þegar skjálftinn reið yfir á öðrum tímanum í dag. 20. október 2020 14:11
Viðbrögð þjóðarinnar við skjálftanum mikla: „Þetta var stærsti skjálfti sem ég hef upplifað“ Mikill jarðskjálfti, 5,5 að stærð, varð vestan við Kleifarvatn nú á öðrum tímanum, samkvæmt fyrsta mati Veðurstofu Íslands. 20. október 2020 14:33