Grænmetisborgarar í hættu í Evrópu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2020 14:24 Hér má sjá vinsælan grænmetisborgara. Getty Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum. Vegan Evrópusambandið Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrirtækjum gæti verið bannað að markaðssetja vörur sínar sem grænmetisborgara eða grænmetispylsur innan Evrópusambandsins. Evrópuþingið greiðir atkvæði um tillögu þess efnis eftir helgi. Sérvörur hugsaðar fyrir grænkera og grænmetisætur gætu þurft að breyta um nafn ef tillagan er samþykkt. Nú þegar er bannað að kalla vörur vegan-osta eða plöntumjólk en til stendur að ganga lengra og meina framleiðendum að selja vörur undir heitum á borð við ostalíki, jógúrtlíki eða grænmetisborgari. The Guardian greindi frá því að þrýstihópur úr röðum kjöt- og mjólkuriðnaðarins berjist fyrir breytingunni en sala og framleiðsla á sérstökum vegan- og grænmetisvörum hefur stóraukist á undanförnum árum. Þrýstihópurinn segir að með því að kalla vörur sínar til dæmis pylsur, borgara og steikur séu framleiðendur bæði að afvegaleiða neytendur og að stela menningu kjötiðnaðar. Stórfyrirtæki á matvælamarkaði, til að mynda Unilever og Nestlé, sem eiga samtals á þriðja þúsund vörumerkja, hafa lagst gegn tillögunni. Andstæðingar hennar hafa sagt fráleitt og út í hött að merkingar sem þessar afvegaleiði neytendur. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum.
Vegan Evrópusambandið Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira