Þjálfari Ungverja er ekki hræddur við leikinn gegn Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 12:31 Rossi á hliðarlínunni gegn Serbíu. Hann telur ungverska liðið á nákvæmlega þeim stað sem það eigi að vera á. Srdjan Stevanovic/Getty Images Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu, verður á hliðarlínunni er þjóðirnar mætast á Puskas-vellinum í Búdapest. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um hvort þeirra kemst á Evrópumótið næsta sumar. Dauðariðill mótsins bíður en liðið sem vinnur leikinn í nóvember verður í riðli með Frakklandi, Portúgal og Þýskalandi. Hinn 56 ára gamli Rossi segir íslenska liðið engu betra en lið Serbíu eða Rússlands. Þjóðir sem Ungverjar mættu í æfingaleikjum nýverið. Fór það svo að Ungverjar unnu sögulegan 1-0 útisigur á Serbíu og gerðu í kjölfarið markalaust jafntefli við Rússland. Þetta kemur fram á ungverska vefmiðlinum Nemzeti Sport. Eftir markalaust jafntefli gegn Rússlandi sagði Rossi að sá leikur hefði verið sá erfiðasti sem liðið hefði spilað í dágóðan tíma. Rússar væru með mjög líkamlega sterkt lið ásamt því að leikmenn þeirra væru einkar hraðir. Var þetta annar leikur Ungverjalands og Rússlands á aðeins tveimur mánuðum en síðarnefnda liðið vann fyrri æfingaleik liðanna. „Fótbolti er einföld íþrótt. Ef þú hefur boltann getur þú sótt að marki andstæðinganna, ef ekki þá þarftu að verja þitt mark,“ sagði hinn ítalski Rossi heimspekilega á blaðamananfundinum eftir leikinn. Varðandi leikinn gegn Íslandi „Sá leikur verður öðruvísi en hinir en við erum fullir tilhlökkunar. Það er mikilvægast að vera með báða fætur á jörðinni, ekki að ég hafi neinar áhyggjur af því. Samkvæmt heimslistanum eru þeir með betra lið en við sjáum til hver staðan er eftir nokkrar vikur.“ Ísland er sem stendur í 41. sæti listans á meðan Ungverjar eru í 52. sæti. Það mun breytast á næstu dögum er listinn verður uppfærður. Rossi segir að íslenska liðið spili nær eingöngu 4-4-2 leikkerfi ásamt því að vera með stóra og sterka leikmenn í öllum stöðum. Þá telur hann íslenska liðið hættulegt í föstum leikatriðum. „Það eru átta eða níu mánuðir síðan það kom í ljós að við gætum mætt þeim. Höfum því skoðað leiki þeirra til að undirbúa okkur. Ég tel þá vera með betra lið en Búlgaríu en ekki Serbíu eða Rússland. Þetta verður erfiður leikur en við verðum að trúa því að við getum sigrað, og ég trúi því,“ sagði Rossi að lokum. Leikur Íslands og Ungverjalands fer fram 12. nóvember. Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30 Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02 EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24 Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Allt í blóma hjá Ungverjum eftir sögulega þynnku Ungverjar hafa farið í gegnum rússíbanareið frá því að þeir mættu Íslendingum á EM 2016. Liðin mætast í úrslitaleik um sæti á EM, í Búdapest 12. nóvember. 15. október 2020 13:30
Íslenska landsliðið mun hækka sig á FIFA listanum í fyrsta sinn á árinu Sigur Íslands á Rúmeníu hjálpar íslenska landsliðinu að komast upp FIFA-listann en Rúmenar detta aftur á móti niður um tíu sæti eftir ófarir þeirra í þessum landsliðsglugga. 16. október 2020 10:02
EM alls staðar gæti farið fram í einu landi næsta sumar Svo gæti farið að Evrópumótið í knattspyrnu næsta sumar taki verulegum breytingum á næstunni. 16. október 2020 09:24
Mikið rót á landsliðinu í síðustu leikjum Það verður seint sagt að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson hafi ekki gefið mönnum tækifæri í leikjum Íslands að undanförnu. Alls hafa 29 leikmenn tekið þátt í leikjunum fjórum í Þjóðadeildinni. 15. október 2020 20:20