Tottenham og West Ham nældu í tvo af betri mönnum B-deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 10:30 Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham Hotspur og West Ham United nýttu sér það að félagaskiptagluggi ensku B-deildarinnar lokaði ekki fyrri en seinni partinn í gær. Fengu þau bæði eftirsótta leikmenn úr deildinni rétt áður en glugginn lokaði. Sóknarþungi West Ham eykst Said Benrahma, vængmaður frá Alsír, hefur gert það mjög gott með Brentford undanfarin tvö ár. Hann var mikilvægur hlekkur í frábæru liði Brentford sem fór alla leið í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Alls skoraði hann 17 mörk í 43 leikjum. Benrahma fer nú á láni til West Ham út tímabilið og mun félagið kaupa hann eftir það. West Ham borgar Brentford fimm milljónir punda fyrir lánssamninginn. Í samningnum er tekið fram að West Ham skuldbindi sig til að kaupa leikmanninn fyrir 20 milljónir punda næsta sumar. Aðrar fimm milljónir punda gætu svo bæst við en þær eru tengdar árangri Benrahma hjá félaginu. Innan við tvö ár eru síðan Brentfort keypti leikmanninn á aðeins þrjár milljónir punda frá franska félaginu Nice. Síðan þá hefur hann næstum tífaldast í verði. Benrahma er spenntur fyrir tilhugsununni að spila með jafn sögufrægu liði og West Ham. Hann mun vera í treyju númer níu. #WelcomeSaid pic.twitter.com/SO0YR1BnaG— West Ham United (@WestHam) October 16, 2020 Mourinho nældi í miðvörð Ef það er eitthvað sem José Mourinho, þjálfara Tottenham Hotspur, finnst skemmtilegt þá er það að festa kaup á ungum og efnilegum miðvörðum. Það hefur gengið ágætlega hjá honum í gegnum tíðina þó þeir tveir sem hann hafi keypt hjá Manchester United hefi ekki endilega náð þeim hæðum sem hann spáði. Mourinho hefur nú ætt við varnarlínu Tottenham en Joe Rodon skrifaði undir fimm ára samning við félagið í gær. Hinn 22 ára gamli Rodon kemur frá Swansea City og kostar Tottenham 11 milljónir punda. Einnig er ákveðin upphæð tengd árangri hans hjá Lundúnaliðinu. Rodon hefur verið fastamaður í liði Swansea síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið tímabilið 2018-2019. Alls lék hann 54 leiki fyrir B-deildarliðið sem er staðsett í Wales en Rodon er Walesverji. Lék Rodon alla þrjá landsleiki liðsins í landsleikjatörninni sem var að ljúka. Alls hefur hann spilað sjö sinnum fyrir þjóð sína. Er honum ætlað að auka breiddina í varnarlínu Tottenham en Jan Vertonghen fór til portúgalska liðsins Benfica í sumar og Juan Foyth fór á láni til Villareal á Spáni. Miðvörðurinn er sjöundi leikmaðurinn sem Mourinho fær til sín í glugganum. Hann verður þriðji Walesverjinn í hópnum en fyrir eru bakvörðurinn Ben Davies og svo að sjálfsögðu Gareth Bale.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira