Aflétta rýmingu fyrir Gilsá 1 og 2 Sylvía Hall skrifar 14. október 2020 17:35 Annar angi skriðunnar teygði sig á milli Gilsár I og Gilsár II. Vísir/Tryggvi Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2, auk sumarbústaðar við Gilsá 2. Stærðarinnar skriða féll í fjallinu á þriðjudaginn 6. október og hefur svæðið verið vaktað síðan. Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins líkt og sjá má í fréttinni fyrir neðan. Aðstæður voru metnar í gær af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að aflétta rýmingu hafi verið tekin í kjölfar fundar með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofunni og ábúendum á bæunum. „Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni. Engar merkjanlegar breytingar hafa orðið í eða við skriðusárið síðan á föstudag samkvæmt tilkynningunni en búist er við því að laust efni geti fallið á svæðinu. Veðurstofa Íslands mun áfram fylgjast með svæðinu næstu daga þrátt fyrir að rýming sé ekki enn í gildi. Hér að neðan má sjá myndband sem Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, tók þegar hann fylgdist með skriðunni falla. Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27 Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48 Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00 Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Áhætta á svæðinu við Hleiðargarðsfjall í Eyjafirði hefur minnkað og hefur verið tekin ákvörðun um að aflétta rýmingu sem var í gildi fyrir bæina Gilsá 1 og Gilsá 2, auk sumarbústaðar við Gilsá 2. Stærðarinnar skriða féll í fjallinu á þriðjudaginn 6. október og hefur svæðið verið vaktað síðan. Bæjarhóll við Gilsá 2 kom í veg fyrir að skriðan næði til hússins líkt og sjá má í fréttinni fyrir neðan. Aðstæður voru metnar í gær af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að aflétta rýmingu hafi verið tekin í kjölfar fundar með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Náttúrufræðistofnun, Veðurstofunni og ábúendum á bæunum. „Aðstæður eru metnar þannig að eftir mikinn snjóavetur og leysingar sumarsins er líklegt að óvenju mikið vatn hafi safnast fyrir í urðinni sem hafi valdið háum grunnvatnsþrýstingi og átt þátt í því að hluti urðarinnar í Hleiðargarðsfjalli rann fram,“ segir í tilkynningunni. Engar merkjanlegar breytingar hafa orðið í eða við skriðusárið síðan á föstudag samkvæmt tilkynningunni en búist er við því að laust efni geti fallið á svæðinu. Veðurstofa Íslands mun áfram fylgjast með svæðinu næstu daga þrátt fyrir að rýming sé ekki enn í gildi. Hér að neðan má sjá myndband sem Birgir H. Arason, bóndi í Gullbrekku, tók þegar hann fylgdist með skriðunni falla.
Eyjafjarðarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27 Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48 Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00 Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Telja enn hættu á ferðum í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra og sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað. 9. október 2020 15:27
Aur skríður enn fram í Eyjafirði Aur skríður enn fram eftir að stór skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í gær. 7. október 2020 17:48
Ekki útilokað að jarðskjálftar eigi sinn þátt í aurskriðunni Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálftahrinan undan Norðausturlandi eigi einhvern þátt í aurskriðunni sem féll ofan við Gilsá í Eyjafjarðarsveit í dag. 6. október 2020 21:00
Myndir sýna að stærra svæði hefur losnað við skriðusárið Skriðuhætta er enn til staðar í Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og almannavörnum. 10. október 2020 19:26