„Við viljum þetta meira en allt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2020 15:31 Birkir Bjarnason verður fyrirliði Íslands gegn Belgíu á morgun. Vísir/Hulda Margrét Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. Birkir ræddi við Vísi í hádeginu í dag en þá var ekki orðið ljóst að starfsmaður KSÍ hefði greinst með kórónuveirusmit, og að Erik Hamrén og allt starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn hafa ekki verið settir í sóttkví og enn stendur til að leikurinn við Belgíu annað kvöld fari fram. Ísland er einum leik (gegn Ungverjalandi 12. nóvember) frá því að komast á EM næsta sumar. Í yfirstandandi landsleikjatörn hefur sýnt sig, eins og síðustu misseri, að leikmennirnir sem komu Íslandi á tvö stórmót eru orðnir „brothættari“ þegar horft er til meiðsla. Þannig valda gömul og ný meiðsli því að Alfreð, Jóhann Berg, Kári og Ragnar, og einnig hinn ungi Arnór Sigurðsson, geta ekki spilað gegn Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Klippa: Viðtal við Birki Bjarna fyrir Belgíuleik „Þetta hefur verið umræðan síðustu ár, að við séum að verða svolítið gamlir. Að mínu mati er samt kjarninn í þessu liði ekki of gamall. Við erum í kringum þrítugt og ættum að vera á okkar besta aldri,“ segir Birkir. Draumurinn er skýr um að komast á EM: „Vissulega eru nokkrir aðeins eldri, en þú sérð samt mann eins og Kára Árnason sem er orðinn 38 ára en spilar gríðarlega vel með landsliðinu. Ég held að það verði aldrei nein spurning hvort að við verðum klárir. Við viljum þetta meira en allt.“ Ber fyrirliðabandið stoltur Birkir mun, ef af leiknum verður, í fyrsta sinn leiða íslenska liðið inn á völlinn á morgun sem fyrirliði, í leiknum erfiða við Belgíu sem er í efsta sæti heimslistans. „Ég er náttúrulega stoltur af því að bera fyrirliðabandið en þetta verður bara eins og hver annar leikur fyrir mér,“ segir Birkir. Til viðbótar við þá fimm sem nefndir eru að ofan og verða ekki með á morgun, eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir heim. Enn á ný vantar því fjölda leikmanna í leik gegn Belgíu, sem sýnt hefur yfirburði sína í fyrri leikjum gegn Íslandi. Synd að geta ekki mætt þeim bestu með okkar besta lið „Þetta hefur verið svolítið þannig síðustu ár, sem er synd. Við erum að mæta hérna sterkustu þjóðum í heimi og þá væri best að vera með sitt besta lið. Aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir aðra til að sýna sig og það eru margir sem hafa gert það,“ segir Birkir. „Við þekkjum Belga mjög vel eftir að hafa spilað mikið við þá síðustu ár. Við vorum ekki sáttir síðast [5-1 tap ytra í september], fengum á okkur allt of mikið af mörkum og ætlum okkur að gera betur. Það er kostur að vera hér heima á Laugardalsvelli í kuldanum. Við reynum að gera okkar besta og ná í góð úrslit,“ segir Birkir. Hann segir það ekkert lykilatriði að Kevin De Bruyne og Eden Hazard missi af leiknum: „Ég held að það skipti ekkert rosalega miklu máli. Það koma gríðarlega góðir leikmenn inn í þeirra stað og þetta verður alltaf gríðarlega sterkt lið sem við mætum.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02 Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts. Birkir ræddi við Vísi í hádeginu í dag en þá var ekki orðið ljóst að starfsmaður KSÍ hefði greinst með kórónuveirusmit, og að Erik Hamrén og allt starfsliðið í kringum landsliðið þyrfti að fara í sóttkví. Leikmenn hafa ekki verið settir í sóttkví og enn stendur til að leikurinn við Belgíu annað kvöld fari fram. Ísland er einum leik (gegn Ungverjalandi 12. nóvember) frá því að komast á EM næsta sumar. Í yfirstandandi landsleikjatörn hefur sýnt sig, eins og síðustu misseri, að leikmennirnir sem komu Íslandi á tvö stórmót eru orðnir „brothættari“ þegar horft er til meiðsla. Þannig valda gömul og ný meiðsli því að Alfreð, Jóhann Berg, Kári og Ragnar, og einnig hinn ungi Arnór Sigurðsson, geta ekki spilað gegn Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Klippa: Viðtal við Birki Bjarna fyrir Belgíuleik „Þetta hefur verið umræðan síðustu ár, að við séum að verða svolítið gamlir. Að mínu mati er samt kjarninn í þessu liði ekki of gamall. Við erum í kringum þrítugt og ættum að vera á okkar besta aldri,“ segir Birkir. Draumurinn er skýr um að komast á EM: „Vissulega eru nokkrir aðeins eldri, en þú sérð samt mann eins og Kára Árnason sem er orðinn 38 ára en spilar gríðarlega vel með landsliðinu. Ég held að það verði aldrei nein spurning hvort að við verðum klárir. Við viljum þetta meira en allt.“ Ber fyrirliðabandið stoltur Birkir mun, ef af leiknum verður, í fyrsta sinn leiða íslenska liðið inn á völlinn á morgun sem fyrirliði, í leiknum erfiða við Belgíu sem er í efsta sæti heimslistans. „Ég er náttúrulega stoltur af því að bera fyrirliðabandið en þetta verður bara eins og hver annar leikur fyrir mér,“ segir Birkir. Til viðbótar við þá fimm sem nefndir eru að ofan og verða ekki með á morgun, eru Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson farnir heim. Enn á ný vantar því fjölda leikmanna í leik gegn Belgíu, sem sýnt hefur yfirburði sína í fyrri leikjum gegn Íslandi. Synd að geta ekki mætt þeim bestu með okkar besta lið „Þetta hefur verið svolítið þannig síðustu ár, sem er synd. Við erum að mæta hérna sterkustu þjóðum í heimi og þá væri best að vera með sitt besta lið. Aftur á móti er þetta gott tækifæri fyrir aðra til að sýna sig og það eru margir sem hafa gert það,“ segir Birkir. „Við þekkjum Belga mjög vel eftir að hafa spilað mikið við þá síðustu ár. Við vorum ekki sáttir síðast [5-1 tap ytra í september], fengum á okkur allt of mikið af mörkum og ætlum okkur að gera betur. Það er kostur að vera hér heima á Laugardalsvelli í kuldanum. Við reynum að gera okkar besta og ná í góð úrslit,“ segir Birkir. Hann segir það ekkert lykilatriði að Kevin De Bruyne og Eden Hazard missi af leiknum: „Ég held að það skipti ekkert rosalega miklu máli. Það koma gríðarlega góðir leikmenn inn í þeirra stað og þetta verður alltaf gríðarlega sterkt lið sem við mætum.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02 Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30 Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Birkir verður fyrirliði landsliðsins í fyrsta sinn Birkir Bjarnason mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöllinn annað kvöld þegar liðið mætir Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:54
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47
De Bruyne ekki með gegn Íslandi Íslendingar geta andað léttar því Kevin De Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, verður ekki með Belgum á miðvikudagskvöldið er þeir mæta á Laugardalsvöll. 12. október 2020 20:02
Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. 12. október 2020 12:30
Gylfi og Jóhann Berg farnir til Englands og sjö leikmenn dottnir út úr hópnum Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, útskýrði fjarveru leikmanna í leiknum á móti Belgíu á Laugardalsvelli á morgun. 13. október 2020 10:46