7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 11:00 Philippe Coutinho, Thiago og Robert Lewandowski fagna sigri Bayern München í Meistaradeildinni í ágúst. Getty/M. Donato Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst á nýjan leik eftir viku. Meistaradeildin fer vanalega af stað í september en kórónuveiran hefur breytt miklu. Fyrstu leikirnir verða í riðlum E til H þriðjudaginn 20. október. Það eru bara rétt rúmir fimmtíu dagar síðan að Bayern München tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sjö ár en þýska liðið átti magnað Meistaradeildartímabil á síðustu leiktíð. Frammistaða meistara Bayern München í Meistaradeildinni var söguleg og í raun einstök. Bayern München varð fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að vinna alla leiki sína á einu tímabili. Bayern München vann alla ellefu leiki sína og aðeins færri leikir komu í veg fyrir nýtt markamet. Bayern liðið vantaði tvö mörk til að jafna markamet Barcelona frá 1999-2000 tímabilinu. Barcelona skoraði þá 45 mörk í 16 leikjum en Bæjarar voru með 43 mörk í 11 leikjum og skoruðu því 3,91 mark í leik sem er auðvitað met. Eftirminnilegustu frammistöður Bayern liðsins á tímabilinu voru auðvitað 8-2 sigur liðsins á Barcelona í átta liða úrslitunum og 7-2 útisigurinn á Tottenham í riðlakeppninni. Bæjarar unnu líka samanlagðan 7-1 sigur á Chelsea í sextán liða úrslitunum og unnu 3-0 sigur á Lyon í undanúrslitunum. Í úrslitaleiknum á móti Paris Saint-Germain lét Bayern eitt mark nægja en það skoraði Kingsley Coman eftir frábæra liðssókn og stoðsendingu frá Joshua Kimmich. watch on YouTube Þetta er í annað skiptið sem Bayern München nær að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeildina á sama tímabili en þessu náði þýska liðið líka tímabilið 2012-13. Aðeins eitt annað félag í Evrópu hefur náð því tvisvar en Barcelona tókst það líka leiktíðirnar 2008-09 og 2014-15. Það athyglisverða við frammistöðu Bayern að tímabilið byrjaði það illa heima fyrir að félagið rak Niko Kovac í byrjun nóvember. Bayern vann því þrjá fyrstu leikina á Meistaradeildartímabilinu undir stjórn Króatans. Hans-Dieter Flick tók við liðinu, fyrst tímabundið, en var svo fastráðinn í apríl. Undir hans stjórn þá fór liðið taplaust í gegnum 30 síðustu leikina á leiktíðinni og vann 29 þeirra. Bayern München hefur titilvörn sína á heimavelli á móti Liverpool-bönunum í Atlético Madrid miðvikudaginn 21. október en auk þeirra i riðlinum eru Red Bull Salzburg og Lokomotiv Moskva. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira