Þrjátíu þúsund vilja nýja stjórnarskrá: „Þetta er alveg stórkostlegt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 23:19 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín. Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Meira en þrjátíu þúsund einstaklingar, eða 30.044, hafa skrifað undir undirskriftalista Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá. Yfir 2.300 undirskriftir hafa safnast frá því í morgun. Markmið samtakanna var að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er lokað þann 19. október næstkomandi og eru það um 10 prósent kjósenda. Þann 20. október verður undirskriftalistinn afhentur en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað er annað hægt að segja en að við erum brjálæðislega þakklát og glöð að loksins sé hægt að sýna sameiginlega hvað þetta skiptir þjóðina miklu máli, að þetta mál klárist,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins og ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni. „Það að við séu búin að ná okkar fyrsta takmarki, 25.000 undirskriftum, og okkar seinna og við erum ekki næstum því búin. Þetta er alveg stórkostlegt.“ Hvað heldurðu að margir skrái sig á listann? „Eftir þetta allt saman, það sögðu svo margir við okkur að við næðum aldrei 25 þúsund undirskriftum, en það tókst og nú tókst þrjátíu, kannski tekst okkur að ná 35 þúsund, ég veit það ekki. Núna er allt í einu að myndast stjórnarskrárstund. Það eru svo margir sem eru til í að gera svo ótrúlega mikið til að fá þetta til að takast,“ segir Katrín. „Það munu allir hjálpast að á þessu síðustu metrum, þetta gæti farið miklu hærra. En við erum bara ótrúlega þakklát fyrir hverja einustu undirskrift sem kemur í viðbót við þetta, þetta er gjörsigur eins og við sjáum það.“ Hvað ef 10 prósent þjóðarinnar skrifar undir? „Það væri enn táknrænna og fallegra ef við næðum því. Það væri mjög fallegt viðmið líka, börnin skipta líka máli, þetta er nú ekki síst fyrir komandi kynslóðir,“ segir Katrín.
Stjórnarskrá Alþingi Tengdar fréttir Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31 Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30 Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Sjá meira
Áletrun þrifin burt í snarhasti Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. 12. október 2020 16:31
Stjórnarskrá á undarlegum tímum Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð. 2. október 2020 10:30
Tækifæri fyrir Alþingi að breyta stjórnarskrá „með skynsamlegum hætti“ Kórónuveirufaraldurinn lék lykilhlutverk í stefnuræður Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 1. október 2020 19:51
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent