Gengið vonum framar að ná utan um smit á hjúkrunarheimilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 18:53 María Fjóla Harðardóttir er forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17