Segir atvinnuleysi stærsta efnahagsmál stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 15:41 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskipktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira