Draumurinn um starf á leikskóla rættist að lokum Sylvía Hall skrifar 8. október 2020 21:01 Andy Morgan hefur loksins fengið starf á leikskóla eftir fjölda umsókna. Hér er hann ásamt börnum sínum. Úr einkasafni Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“ Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Sjá meira
Andy Morgan, breskum fjölskylduföður sem búsettur hér á landi, var boðið starf á leikskólanum Hjalla í Hafnarfirði eftir að hafa reynt að sækja um hjá Reykjavíkurborg í tvo mánuði án árangurs. Andy á íslenska eiginkonu og fimm börn og vildi hann fara í starfsumhverfi þar sem íslenska var töluð. Eiginkona hans segir hann hæstánægðan með nýja starfið. Andy og eiginkona hans Heiða Ingimarsdóttir fluttu til Íslands í sumar eftir tveggja ára dvöl í Englandi. Þar stundaði Heiða nám en Andy starfaði í viðskiptum. Hann hafði þó áður búið á Íslandi, talar málið og starfaði í ferðamannaiðnaðinum hér á landi þegar þau bjuggu hér síðast. Þrátt fyrir mikinn áhuga á leikskólastarfinu gekk erfiðlega að sækja um hjá Reykjavíkurborg og fékk enga vinnu, þrátt fyrir að hafa sótt um auglýst störf og skráð sig hjá afleysingastofu Reykjavíkurborgar. Fjallað var um starfsleit Andy á mbl.is í síðasta mánuði og í kjölfarið hafði leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði samband við hann. Honum var boðið í starfsviðtal um mánaðamótin og hóf störf degi síðar. Hafnfirðingur greindi fyrst frá. „Honum var boðið strax starf hjá Hjallastefnunni. Honum var boðið hlutastarf hjá einum af leikskólum háskólanna líka,“ segir Heiða í samtali við Vísi. Þar sem þau séu með stórt heimili hafi þó aldrei komið annað til greina en að þiggja fullt starf. Það hafi í raun verið draumur að rætast. „Þetta er æðislegt. Honum finnst ótrúlegt að þetta sé vinnan hans, hann nýtur sín svo vel með krökkunum. Hann er að koma úr þessu viðskiptaumhverfi þar sem vinnan er allt öðruvísi en hún er á leikskóla.“ Andy starfar sem hópstjóri hjá Hjalla í Hafnarfirði. Þar fær hann að vera mun meira skapandi en fékk að venjast í viðskiptalífinu að sögn Heiðu.Vísir/Vilhelm Tækifæri til þess að rækta íslenskuna Á heimili Andy og Heiðu er töluð íslenska, en sjálfur talar hann einnig ensku, frönsku og spænsku. Hann hefur sótt þrjú íslenskunámskeið og hefur lagt mikla áherslu á að læra tungumálið, en á meðan þau dvöldu í Englandi var íslensk au pair á heimilinu. „Þegar við bjuggum á Íslandi, þá starfaði hann í túrisma þannig hann náði ekki að æfa sig mikið þrátt fyrir námskeiðin. Ég hef samt tekið eftir því að hann kann miklu meira en hann heldur. Þetta er erfitt tungumál og þess vegna er svo frábært að koma inn á leikskóla,“ segir Heiða. Þar sé hann í opnu umhverfi með börnum, sem eru oft skilningsríkari og fordómalausari en gengur og gerist. Þá sé hún sannfærð um að það muni nýtast honum vel í starfinu að tala fleiri tungumál, enda sé Ísland fjölmenningarsamfélag. „Vonandi getur þetta hjálpað líka, að hann hafi þessi tungumál. Ef þú ert með barn sem talar eitt þeirra tungumál sem hann talar þá hlýtur að vera frábært að hafa mann sem talar sama tungumál.“
Skóla - og menntamál Hafnarfjörður Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Sjá meira