Sáu enga liðsheild eða liðsanda hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 16:37 KR hefur tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/hulda margrét KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45