Eini réttarlæknir landsins hefur sinnt óvenju mörgum krufningum í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 19:00 Pétur Guðmann Guðmannsson er eini réttarlæknir landsins og sá fyrsti í áraraðir sem hefur fasta búsetu hér á landi, en Pétur flutti til landsins frá Svíþjóð árið 2018. Óvenju mörg verkefni hafa komið á hans borð í ár. Vísir/Sigurjón Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“ Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“
Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira