Óskar Hrafn: Fannst aldrei spurning hvort liðið var að fara að vinna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2020 22:01 Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira