Rúv „klárlega að skoða það“ að bjóða Daða þátttökuréttinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 11:50 Daði Freyr og Gagnamagnið slóu heldur betur í gegn meðal Eurovision aðdáenda um allan heim í aðdraganda keppninnar 2020 sem aldrei varð af. Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“ Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Það kemur í ljós fljótlega með hvaða hætti framlag Íslands til Eurovision 2021 verður valið. Meðal þess sem hefur verið til skoðunar er að bjóða Daða Frey og Gagnamagninu, sem áttu að keppa fyrir Íslands hönd í ár áður en keppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins, að vera fulltrúi Íslands á næsta ári. Ekkert liggur þó endanlega fyrir ennþá að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV. Sú vangavelta hefur verið á kreiki allt frá því ljóst varð að ekkert yrði af Eurovision, hvort RÚV muni bjóða Daða Frey að vera fulltrúi Íslands í keppninni á næsta ári, frekar en að halda forkeppni með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland vakti athygli á því á Twitter á dögunum að enn sé ekki búið að auglýsa eftir lögum í Söngvakeppnina, undankeppni Ríkisútvarpsins þar sem framlag Íslands fyrir Eurovision er valið. Setur hún þá staðreynd í samhengi við það að Daði Freyr hafi þegar auglýst dagsetningar fyrir tónleikaferðalag sitt á næsta ári, þar sem glögglega megi sjá að engir tónleikar eru á dagskrá hjá honum í maí, sama mánuði og Eurovision fer alla jafna fram. Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði? @FelixBergsson? https://t.co/YCawJpzPyq— ingaausa (@ingaausa) October 2, 2020 „Engin gigg í maí og ekki búið að opna fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem venjulega er opnað fyrir í september. Þýðir þetta það sem ég vil það þetta þýði?,“ skrifar Inga. „Stutta svarið er að það liggur ekki fyrir en við erum að sjálfsögðu að skoða það. Við eiginlega gáfum það út það myndi skýrast bara með haustinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Undirbúningsvinna sé í gangi en mjög bráðlega muni liggja fyrir hver niðurstaðan verður „Það er ekkert fyrirliggjandi. Hvorki það að það verði Söngvakeppni eða það hvort að við ákveðum að bjóða Daða að fara. En við erum klárlega að skoða það,“ segir Skarphéðinn. „Það er margt sem spilar inn í, við þurfum að vega og meta hvers konar keppni við getum haldið ef að ástandið heldur áfram að vera eins og það er. Það er ekkert komið á hreint en það er alveg klárt mál að það styttist í það.“
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira