Markaskorari Blika vildi ekki gangast við því að titillinn væri í höfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 19:47 Agla María fagnar markinu sem reyndist sigurmark leiksins. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks er liðið vann Val í óopinberum úrslitaleik Pepsi Max deildar kvenna að Hlíðarenda í dag. Lokatölur 0-1 en þetta var fyrsti sigur Blika á heimavelli Vals í dágóðan tíma. Agla María kom í viðtal til Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna að leik loknum. „Ég fékk rosalega mikinn tíma til að athafna mig og þess vegna held ég að þetta hafi legið inni,“ sagði Agla María um markið sem sjá hér að neðan. Það er ljóst að @blikar_is eru komnar í bílastjórasætið í @pepsimaxdeildin eftir 1-0 sigur á @Valurfotbolti að Hlíðarenda í kvöld! Sigurmark kvöldsins gerði Agla María Albertsdóttir og það má sjá hér að neðan! pic.twitter.com/PrAnB3qVLT— Stöð 2 Sport (@St2Sport) October 3, 2020 „Nei við viljum alls ekki segja það. Það er alltaf hægt að misstíga sig og ef maður er farinn að segja eitthvað svona þá er maður ekki í góðum málum,“ sagði Agla María aðspurð hvort þetta væri ekki einfaldlega komið og bikarinn á leiðinni í Kópavoginn. „Já algjörlega, það eru mismunandi styrkleikar í liðinu og svo er búið að vera mikil athygli á okkur sóknarmönnunum en það má ekki gleyma hlut varnarmannana í liðinu. Andrea [Rán Snæfeld Hauksdóttir] er búin að spila frábærlega, Kristín [Dís Árnadóttir] og Heiðdís [Lillýardóttir] búnar að halda vörninni saman gjörsamlega. Erum bara búnar að fá á okkur þrjú mörk,“ svaraði Agla María þegar Helena spurði hvort liðið væri samstíga. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum Pepsi Max Markanna, í dag spurði Öglu Maríu hvort það hefði verið stress í Blikaliðinu í upphafi leiks. „Það var voða mikið stress enda mjög mikið undir. Ef við hefðum tapað þessum leik þá eru þær komnar fram úr okkur svo ég held það hafi bara verið það,“ sagði Agla María og var spurð í kjölfarið hvort aldurinn spilaði inn í en meðalaldur Blika var 22.8 ára í dag. „Ég veit það ekki, við erum með það mikla reynslu innan liðsins þrátt fyrir að við séum ungar. Við höfum allar spilað í efstu deild í nokkur ár. Ég held að við séum alveg ágætlega settar með reynslu og svo erum við með reynslubolta í Rakel [Hönnudóttur] og Sonný [Láru Þráinsdóttur].“ Var markmiðið alltaf að vinna mótið eftir að lenda í öðru sæti í fyrra? „Já það var alltaf skýrt. Þetta var mjög mikið svekkelsi í fyrra. Sérstaklega eftir að tapa aldrei leik, bara að gera jafntefli. Ég held að hópurinn sé einbeittur á að ná Íslandsmeistaratitlinum í ár,“ sagði Agla María að lokum áður en hún hélt inn í klefa að fagna.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50 Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-1 | Agla María tryggði Blikum sigur í „úrslitaleik Íslandsmótsins“ Breiðablik vann Val í óopinberum úrslitaleik Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og tryggði Blikum þar með dýrmætan sigur. 3. október 2020 18:50
Hallbera: Held að Blikarnir séu orðnir Íslandsmeistarar Fyrirliði Vals segir að Breiðablik muni væntanlega enda á toppi Pepsi Max-deildar kvenna. 3. október 2020 19:32