Rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 14:12 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kom saman á fundi klukkan 14 til að ræða tillögur sóttvarnalæknis. Vísir/vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis um hertar kórónuveiruaðgerðir. Vísir ræddi við ráðherra í beinni útsendingu um tillögurnar að loknum fundi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki fara nánar út í það fyrr í dag hvað felist í hertu aðgerðunum. Ekki yrði greint frá efni tillagna hans fyrr en ráðherra hefði fengið að fara yfir þær og kynna þær í ríkisstjórn. Þórólfur gaf þó upp að horft verði til þeirrar reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðu. Stuðst verði við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ sagði Þórólfur við fréttastofu í morgun. Fréttastofa ræddi við ráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn strax að loknum ríkisstjórnarfundi. Upptöku af viðtölum við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra má finna hér fyrir ofan. Beina textalýsingu má nálgast hér neðst í fréttinni.
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis um hertar kórónuveiruaðgerðir. Vísir ræddi við ráðherra í beinni útsendingu um tillögurnar að loknum fundi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki fara nánar út í það fyrr í dag hvað felist í hertu aðgerðunum. Ekki yrði greint frá efni tillagna hans fyrr en ráðherra hefði fengið að fara yfir þær og kynna þær í ríkisstjórn. Þórólfur gaf þó upp að horft verði til þeirrar reynslu sem fékkst af hörðum aðgerðum í mars og hverju þær skiluðu. Stuðst verði við það. „Ég legg til fjöldatakmarkanir, meiri grímuskyldu og lokanir á ýmissi starfsemi,“ sagði Þórólfur við fréttastofu í morgun. Fréttastofa ræddi við ráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn strax að loknum ríkisstjórnarfundi. Upptöku af viðtölum við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra má finna hér fyrir ofan. Beina textalýsingu má nálgast hér neðst í fréttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Sjá meira