Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:19 Gylfi Þór Sigurðsson gefur kost á sér í íslenska landsliðið í þetta mikilvæga verkefni. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir þrjá heimaleiki á næstu dögum. Íslenska liðið mætir þá Rúmeníu í leiknum mikilvæga í umspili um sæti á EM og spilar svo í framhaldinu heimaleiki við Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni. Erik Hamrén kallar nú aftur á leikmennina sem gáfu ekki kost á sér í leikina á móti Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í síðasta mánuði. Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir með. Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á dögunum en sem betur fer voru þau meiðsli ekki alvarleg. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson þurftu tíma til að ná sér betur af meiðslunum og Gylfi vildi fá betra tækifæri til að sýna sig fyrir knattspyrnustjóra Everton, Carlo Ancelotti. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka í hópnum að þessu sinni. Lið Aron Einars í Katar, Al-Arabi, vildi ekki hleypa honum í síðasta verkefni en Aron Einar varð auk þess faðir í þriðja sinn á dögunum. Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru einnig búnir að ná sér af meiðslunum sem héldu þeim frá síðasta verkefni. Erik Hamrén kallar alls á sjö leikmenn sem voru ekki með í september leikjunum en einn þeirra er Birkir Már Sævarsson sem kemur nú aftur inn í landsliðið. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson voru í síðasta landsliðshópi og það var gagnrýnt nokkuð vegna þess að þeir höfðu ekki verið að spila, og Jón Guðni var án félags. Þeir eru ekki með núna. Íslenska landsliðið mun spila þrjá leiki á sjö dögum eða frá 8. til 14. október og Erik Hamrén og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson hafa því valið hóp sem telur 26 leikmenn. Mikilvægasti leikurinn er auðvitað leikurinn á móti Rúmeníu 8. október en sigur í honum kemur íslenska liðinu í hreinan úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
Hér er hópur A landsliðs karla fyrir leikina þrjá í október. Markmenn Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir Varnarmenn Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 29 leikir, 2 mörk Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 mark Miðjumenn Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mörk Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir Sóknarmenn Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira