Tvö lið sigurstranglegri en Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 10:01 Thiago Alcantara varð Evrópumeistari með Bayern München er núna kominn til Liverpool. Getty/Michael Regan Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71% Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira
Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar í fótbolta í gær og í framhaldi hafa menn farið að spá í spilin fyrir komandi Meistaradeildarvetur. Tölfræðiþjónustan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út sigurlíkur allra liðanna í Meistaradeildinni í fótbolta eftir að í ljós kom í hvaða riðlum liðin 32 verða. Sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni 2020-21 eru að mati FiveThirtyEight Evrópumeistarar Bayern München og Manchester City. Bayern München hefur raðað inn titlum á árinu 2020 en Manchester City hefur aftur á móti ollið mörgum vonbrigðum með frammistöðu sinni í Evrópu undanfarin ár. 3rd - Liverpool (12% chance) 6th - Real Madrid (7% chance) 11th - Manchester United (2% chance)The Super computer is back! This time, predicting the winner of the 2020/21 Champions League... https://t.co/nZAgp7kcVB— SPORTbible (@sportbible) October 2, 2020 Það eru sagðar vera 21 prósent líkur á því að Bayern verji titilinn og 16 prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina i fyrsta sinn. Bayern München vann Meistaradeildina í ágúst eftir 1-0 sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum í Portúgal. Manchester City tapaði óvænt á móti Lyon í átta liða úrslitunum. Liverpool er í þriðja sætinu með tólf prósent sigurlíkur og er þar á undan Barcelona (11 prósent), Paris Saint-Germain (8 prósent) og Real Madrid (7 prósent). Manchester City er aftur á móti með mestu líkurnar á að komast upp úr riðlinum eða 95 prósent. Barcelona er þar í öðru sæti með 94 prósent líkur og það eru 92 prósent líkur á því að Liverpool komist upp úr riðlinum sínum. Manchester City er í riðli með Porto frá Portúgal, Olympiacos frá Grikklandi og Marseille frá Frakklandi. Barcelona er í riðli með Juventus frá Ítalíu, Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Liverpool er í riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Evrópumeitarar Bayern München eru bara í fjórða sætinu yfir þau lið sem eru líklegust til að fara áfram í útsláttarkeppnina en Bayern er í riðli með Atlético Madrid frá Spáni, Red Bull Salzburg frá Austurríki og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi. Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Hæstu sigurlíkur liða í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Bayern München 21% 2. Manchester City 16% 3. Liverpool 12% 4. Barcelona 11% 5. Paris Saint-Germain 8% 6. Real Madrid 7% 7. Atletico Madrid 4% 8. Borussia Dortmund 3% 8. Chelsea 3% 10. Juventus 2% 10. RB Leipzig 2% 10. Manchester United 2% 10. Internazionale Milan 2% Mestu líkur liða að komast upp úr riðlinum í Meistaradeildinni 2020-21: 1. Manchester City 95% 2. Barcelona 94% 3. Liverpool 92% 4. Bayern München 89% 5. Paris Saint-Germain 82% 6. Chelsea 81% 7. Real Madrid 78% 8. Borussia Dortmund 77% 8. Juventus 77% 10. Sevilla 71%
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Sjá meira