Víkingar enduðu átta inn á vellinum í síðasta KR-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 13:31 Það hafa verið læti í leikjum Víkinga og KR-inga. Vísir/Hag Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Víkingar taka á móti KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld en það eru örugglega margir sem muna eftir látunum í fyrri leik liðanna fyrir 89 dögum. KR vann 2-0 sigur á Víkingi í fjórðu umferðinni en leikurinn fór fram 4. júlí á Meistaravöllum. KR skoraði fyrra markið á 58. mínútu en þá voru Víkingar orðnir manni færri. Seinna markið kom síðan ekki fyrr en á 87. mínútu en þá voru Víkingar átta inn á vellinum á móti ellefu KR-ingum. Kári Árnason fékk rautt spjald á 27. mínútu, Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald á 77. mínútu og Halldór Smári Sigurðsson fékk síðan rauða spjaldið á 85. mínútu. Helgi Mikael Jónasson dómari sýndi Víkingum enga miskunn og varð fyrsti dómarinn í tólf ár til að reka þrjá leikmenn af velli úr sama liði. Garðar Örn Hinriksson rak Grindvíkingana Marinko Skaricic, Zoran Stamenic og Scott Mckenna Ramsay útaf í rautt spjald í leik á móti Fram 8. júní 2008 og þjálfarinn Milan Stefán Jankovic og forráðamaðurinn Ingvar Guðjónsson fengu þá líka rautt. Helgi Mikael rak enga starfsmenn Víkinga af velli en tveir þeirra fengu gult spjald fyrir kröftug mótmæli. Víkingar fengu líka 17.500 króna sekt vegna þrettán refsistiga sem þeir fengu í leiknum. Kári og Halldór Smári fengu báðir einn leik í bann en Sölvi Geir Ottesen fékk þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu eins og segir í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. KR-ingar eru búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð á móti Víkingum eða allt frá því að Víkingum tókst að vinna 1-0 á KR-vellinum 1. júlí 2018. Víkingar hafa aftur á móti ekki unnið KR-inga í Víkinni í meira en fjögur ár eða síðan 25. júlí 2016. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um fyrsta rauða spjald Víkinga í Pepsi Max Tilþrifunum.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira