Englandsmeistarar Liverpool gætu lent í mjög erfiðum riðli í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 09:30 Brasilíumennirnir Fabinho, Roberto Firmino og Alisson Becker hjá Liverpool leggjast kannski á bæn fyrir dráttinn í dag. Getty/Laurence Griffiths Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira
Það verður mikil spenna í loftinu í dag þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í fótbolta. Meistaradeildin í fótbolta fer seinna að stað en venjulega vegna kórónuveirunnar en í dag er komið að því að draga í riðla í keppninni 2020-21. Drátturinn fer fram í RTS Studios í Genf í Sviss klukkan 17.00 að staðartíma eða klukkan 15.00 að íslenskum tíma. 32 lið eru komin áfram í riðlakeppnina og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Það er búið að skipta liðunum í fjóra styrkleikaflokka og mun eitt lið úr hverjum styrkleikaflokki fara í hvern riðil. Þar sem að styrkleikaflokkarnir eru klárir þá er hægt að fara að velta því fyrir sér hvernig besti og versti drátturinn getur orðið fyrir hvert lið. Hér fyrir neðan má sjá hvernig martraðarriðlar ensku liðanna gætu litið út en SPORTbible lék sér að því að setja þessa mögulegu krefjandi riðla þeirra saman. Manchester United Liverpool Chelseahttps://t.co/EvZriu8gsS— SPORTbible (@sportbible) October 1, 2020 Liverpool er í fyrsta styrkleikaflokki á meðan hin ensku liðin eru öll í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þrátt fyrir að vera í fyrsta styrkleikaflokki og losna við að lenda á móti liðum eins og Bayern München, Real Madrid og Paris Saint Germain þá getur Liverpool engu að síður lent í mjög erfiðum riðli. Í matraðarriðli Liverool eru væntanlega Barcelona, Internazionale og Borussia Monchengladbach. Léttasti riðill Liverpool gæti á móti mögulega verið Shakhtar Donetsk, Red Bull Salzburg og Midtjylland. Martraðarriðlar hinna þriggja ensku liðanna í Meistaradeildinni, Manchester City, Manchester United og Chelsea eru allir svipaðir. Það væri að lenda með Bayern München, ítölsku félögunum Internazionale eða Atalanta og loks Marseille úr síðasta styrkleikaflokknum. Þau vonast líklega til að lenda með Porto úr fyrsta styrkleikaflokknum því það er ekki eins langt ferðalag og til Rússlands ef liðið lendir í riðli með Zenit frá Sankti Pétursborg. It's the Group Stage #UCLdraw tomorrow! The 32 clubs are set https://t.co/rTDrrQCzue— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 30, 2020 Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í dag. Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Styrkleikaflokkar fyrir riðladrátt Meistaradeildarinnar 2020-21: Fyrsti styrkleikaflokkur: Bayern München frá Þýskalandi Sevilla frá Spáni Real Madrid frá Spáni Liverpool frá Englandi Juventus frá Ítalíu Paris Saint-Germain frá Frakklandi Zenit Saint Petersburg frá Rússlandi Porto frá Portúgal Annar styrkleikaflokkur: Barcelona frá Spáni Atlético Madrid frá Spáni Manchester City frá Englandi Manchester United frá Englandi Shakhtar Donetsk frá Úkraínu Borussia Dortmund frá Þýskalandi Chelsea frá Englandi Ajax frá Hollandi Þriðji styrkleikaflokkur: Dynamo Kyiv frá Úkraínu Red Bull Salzburg frá Austurríki RB Leipzig frá Þýskalandi Internazionale Milan frá Ítalíu Olympiacos frá Grikklandi Lazio frá Ítalíu Krasnodar frá Rússlandi Atalanta frá Ítalíu Fjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva frá Rússlandi Marseille frá Frakklandi Club Brugge frá Belgíu Borussia Monchengladbach frá Þýskalandi Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi Midtjylland frá Danmörku Rennes frá Frakklandi Ferencváros frá Ungverjalandi
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Sjá meira