KFS komið upp í 3. deild að nýju Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 17:30 Gunnar Heiðar Þorvaldsson er spilandi þjálfari KFS en á að baki fjölda leikja með ÍBV sem og 24 leiki fyrir íslenska A-landsliðið. Vísir/Facebook-síða KFS KFS frá Vestmannaeyjum er komið upp í 3. deild karla í knattspyrnu eftir nauman 1-0 sigur á Hamri frá Hveragerði í dag. Liðið lék síðast í 3. deild árin 2015 og 2016 en féll síðara árið með aðeins sex stig í 18 leikjum. Leikur dagsins fór fram á Grýluvelli í Hveragerði og voru gestirnir frá Vestmannaeyjum í góðri stöðu eftir að hafa landað sigri í uppbótartíma í fyrri leik liðanna. Leiknir eru tveir leikir, heima og að heiman, í úrslitakeppni 4. deildar. Til að komast í úrslitakeppnina þarf að enda í efstu tvemur sætum þess riðils sem liðið er í en alls eru fjórir riðlar. Svo eru 8-liða og undanúrslit í kjölfar úrslitaleiks sem skiptir í raun litlu máli þar sem bæði lið eru komin upp. Segja má að KFS hafi leikið Suðurlandið grátt en þeir flengdu KFR í 8-liða úrslitum. Vann KFS einvígið samtals 7-2. Við tók hörkuleikur gegn Hamri í Eyjum sem heimamenn unnu undir lokin sem og leik dagsins. KFS vann einvígið því 2-0 og leikur verðskuldað í 3. deild að ári. Nokkur þekkt nöfn eru í liði KFS en gömlu brýnin Ian David Jeffs – aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins – er til að mynda í liðinu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er spilandi þjálfari og þá er varnarmaðurinn knái Matt Garner þarna einnig. Saman eiga þeir yfir 500 leiki að baki fyrir ÍBV í deild og bikar. Í kvöld fer fram síðari undanúrslitaleikur 4. deildarinnar en þar mætast ÍH og Kormákur/Hvöt í Skessunni í Hafnafirði. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því allt undir. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
KFS frá Vestmannaeyjum er komið upp í 3. deild karla í knattspyrnu eftir nauman 1-0 sigur á Hamri frá Hveragerði í dag. Liðið lék síðast í 3. deild árin 2015 og 2016 en féll síðara árið með aðeins sex stig í 18 leikjum. Leikur dagsins fór fram á Grýluvelli í Hveragerði og voru gestirnir frá Vestmannaeyjum í góðri stöðu eftir að hafa landað sigri í uppbótartíma í fyrri leik liðanna. Leiknir eru tveir leikir, heima og að heiman, í úrslitakeppni 4. deildar. Til að komast í úrslitakeppnina þarf að enda í efstu tvemur sætum þess riðils sem liðið er í en alls eru fjórir riðlar. Svo eru 8-liða og undanúrslit í kjölfar úrslitaleiks sem skiptir í raun litlu máli þar sem bæði lið eru komin upp. Segja má að KFS hafi leikið Suðurlandið grátt en þeir flengdu KFR í 8-liða úrslitum. Vann KFS einvígið samtals 7-2. Við tók hörkuleikur gegn Hamri í Eyjum sem heimamenn unnu undir lokin sem og leik dagsins. KFS vann einvígið því 2-0 og leikur verðskuldað í 3. deild að ári. Nokkur þekkt nöfn eru í liði KFS en gömlu brýnin Ian David Jeffs – aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins – er til að mynda í liðinu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er spilandi þjálfari og þá er varnarmaðurinn knái Matt Garner þarna einnig. Saman eiga þeir yfir 500 leiki að baki fyrir ÍBV í deild og bikar. Í kvöld fer fram síðari undanúrslitaleikur 4. deildarinnar en þar mætast ÍH og Kormákur/Hvöt í Skessunni í Hafnafirði. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og því allt undir.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira