Fyrrverandi kosningastjóri Trump hótaði að skaða sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 11:01 Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump. AP/Eric Gay Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira