Málverki til minningar látinnar konu stolið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2020 17:31 Málverkið Wonderwoman sem er til minningar Kristínar Óskarsdóttur sem lést í fyrra. Facebook Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna. Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið. „Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020 Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu. „Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“ Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter. „Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna. Málverkið sem ber titilinn Wonderwoman hefur hangið í íbúðakjarnanum frá því í september í fyrra og er til minningar um dóttur Óskars Gíslasonar, Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Hann segir erfitt fyrir þau hjónin og fjölskylduna alla að málverkinu hafi verið stolið. „Við vonum bara að þessir óprúttnu aðilar sjái að sér og skili málverkinu,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Þessu málverki var stolið a fimmtudaginn úr sambýlinu i Þverholti. Málverk þetta var málað til minngar um dóttir mína...Posted by Oskar Gislason on Saturday, September 26, 2020 Þá telur hann að utanaðkomandi aðilar hafi stolið verkinu en íbúar í íbúðakjarnanum hafi orðið varir við mannaferðir í húsnæðinu. „Það hafa einhverjir utanaðkomandi verið á ferð þarna sem íbúarnir hafa orðið varir við. Við höldum að þeir hafi stolið málverkinu.“ Óskar vakti athygli á stolna málverkinu á Facebook í gær og hefur hann fundið fyrir miklum stuðningi samborgara sinna. Færslunni hefur verið deilt meira en 700 sinnum og 90 sinnum á Twitter. „Fólk er búið að vera duglegt að deila þessu og við finnum fyrir alveg óskaplega miklum stuðningi sem er mjög ánægjulegt. Málverkið hefur mikið tilfinningalegt gildi og það er sárt að því hafi verið stolið. Við vonum bara að því verði skilað og þjófarnir stígi fram,“ segir Óskar.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira