Eiður vildi lítið segja um framhaldið: Það er leikur á fimmtudag gegn Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 27. september 2020 16:20 Eiður Smári á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira