Greiða atkvæði um frjálsa för innan Evrópu í Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:45 Plaköt til stuðnings tillögunni um að Sviss hætti frjálsri för fólks innan ESB. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um þá tillögu og fleiri á morgun. AP/Peter Schneider/Keystone Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar. Sviss Evrópusambandið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Sviss Evrópusambandið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira