Greiða atkvæði um frjálsa för innan Evrópu í Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:45 Plaköt til stuðnings tillögunni um að Sviss hætti frjálsri för fólks innan ESB. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um þá tillögu og fleiri á morgun. AP/Peter Schneider/Keystone Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar. Sviss Evrópusambandið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Sviss Evrópusambandið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira