Jóhannes um atvikið umdeilda: Hún hefur séð eitthvað allt annað en við Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2020 21:00 Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari KR sem berst í botnabaráttu Pepsi Max deildar kvenna. VÍSIR/VILHELM Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“ KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Garðbæingar voru 0-2 undir að honum loknum og það urðu lokatölur leiksins. „Fyrri hálfleikurinn var afspyrnu lélegur. Stjarnan labbaði yfir okkur í fyrri hálfleik, voru mikið betra liðið og við vorum stálheppnar að vera bara 0-2 undir. Við mættum í seinni hálfleikinn en það er ekki nóg. Þú verður að vera klár þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jóhannes eftir leik. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og gerðu sig líklega í nokkur skipti. En svo dró af þeim. „Mér reyndum allan tímann og fengum hornspyrnur og svona. En Stjarnan var þétt og við hreinlega höfðum ekki þann sóknarþunga sem til þurfti til að skora. Við fengum gott færi í upphafi seinni hálfleiks en að öðru leyti sköpuðum við okkur ekki nóg til að skora,“ sagði Jóhannes. Snemma í seinni hálfleik átti KR að fá vítaspyrnu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir braut á Angelu Beard innan teigs. Bríet Bragadóttir dæmdi hins vegar aukaspyrnu. „Ég var of langt frá. En frá bekknum séð virkaði þetta klárt víti. Hún spjaldaði ekki einu sinni leikmanninn þannig ég veit ekki alveg hvernig Bríet sá þetta en hún hefur séð eitthvað allt annað en við,“ sagði Jóhannes. KR á sex leiki eftir í Pepsi Max-deildinni og dagskrá liðsins er gríðarlega þétt. Ekki bætir úr skák að lykilmenn hefur vantað í lið KR eins og í dag. „Framhaldið er strembið. Við þurfum að fá leikmenn til baka. Þórdís var í banni í dag og Katrín Ásbjörnsdóttir vinnur á Landsspítalanum og var send í sóttkví í morgun og var því ekki með,“ sagði Jóhannes. „Við eigum sex leiki eftir til 8. október og ég vonast til að við fáum leikmenn inn til að geta dreift álaginu. Við erum í þannig stöðu að við verðum að berjast fyrir þremur stigum í hverjum einasta leik. Það er bara næsti leikur og áfram gakk.“
KR Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42