Segir stöðuna „afleita“ á Landspítalanum Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 17:45 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill 35 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 og 177 í sóttkví. Dagdeild skurðlækningar og göngudeild skurðlækninga í Fossvogi hefur verið lokað og fresta verður vissum aðgerðum um sinn. Bráðaaðgerðum er sinn áfram en staðan er „afleit“ samkvæmt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Örkönnun meðal starfsmanna sýnir að álag á starfsmenn hafi aukist og vanlíðan þeirra aukist. Um tólf prósent starfsmanna telja sig þurfa á hjálp að halda. Í pistli á vefsíðu spítalans óskar Páll þeim sem hafa smitast af kórónuveirunni skjótan bata og minnir á mikilvægi smitvarna í starfseminni. „Við höfum auðvitað staðið undir þeim og rúmlega það. Hvað smitvarnir varðar er ljóst að árangur okkar hefur verið góður, eins og mótefnamælingar meðal starfsfólks í sumar sýndu. Aðeins 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir Covid-19 þó að þeir sem til rannsóknarinnar völdust hafi einmitt verið í hópi þeirra sem önnuðust Covid sjúklinga. Það er eftirtektarverður árangur,“ skrifar Páll. Hann segir öll gögn benda til að rétt notkun hlífðarbúnaðar sé örugg vörn gegn veirunni og almenn smitgátt sömuleiðis. „Það er því afskaplega áríðandi núna að við öll viðhöfum ítrustu smitvarnir við vinnuna okkar, í samskiptum við vinnufélaga og eins og kostur er í einkalífinu og þess bið ég ykkur lengstra orða.“ Röskun á hefðbundnum störfum Í pistli sínum fjallar Páll einnig um örkönnun sem gerð var á áhrifum faraldursins á störf heilbrigðisstarfsmanna. Hún hafi sýnt að 80 prósent starfsmanna telji faraldurinn hafa raskað hefðbundnum störfum þeirra. Flestir séu sammála um að breytingarnar séu bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem fólk telur jákvætt er að tækniþekkingu hefur fleygt fram, nýjar rafrænar lausnir hafa verið teknar upp, ánægja ríkir með skipulag heimavinnu og fjarfundi, meiri vitund er um sýkingavarnir, verkferlar hafa verið einfaldaðir og samvinna aukist. Það sem talið er neikvætt er að þjónusta hefur verið skert á sumum stöðum, álag er mikið, erfitt er að vera í búningi og með grímu, einangrun sjúklinga hefur aukist og umönnun því umfangsmeiri auk þess sem samskipti við samstarfsfólk eru ekki eins náin,“ skrifar Páll. Þó hafi einnig komið fram að um þriðjungur starfsfólks segir líðan þeirra verri en almennt í byrjun hausts. Tólf prósent telji sig þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Páll hvetur starfsfólk til að nýta úrræði sem í boði séu og takast á við þessa líðan. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03 45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06 Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47 Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
35 starfsmenn Landspítalans eru í einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 og 177 í sóttkví. Dagdeild skurðlækningar og göngudeild skurðlækninga í Fossvogi hefur verið lokað og fresta verður vissum aðgerðum um sinn. Bráðaaðgerðum er sinn áfram en staðan er „afleit“ samkvæmt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans. Örkönnun meðal starfsmanna sýnir að álag á starfsmenn hafi aukist og vanlíðan þeirra aukist. Um tólf prósent starfsmanna telja sig þurfa á hjálp að halda. Í pistli á vefsíðu spítalans óskar Páll þeim sem hafa smitast af kórónuveirunni skjótan bata og minnir á mikilvægi smitvarna í starfseminni. „Við höfum auðvitað staðið undir þeim og rúmlega það. Hvað smitvarnir varðar er ljóst að árangur okkar hefur verið góður, eins og mótefnamælingar meðal starfsfólks í sumar sýndu. Aðeins 0,25% reyndust hafa mótefni fyrir Covid-19 þó að þeir sem til rannsóknarinnar völdust hafi einmitt verið í hópi þeirra sem önnuðust Covid sjúklinga. Það er eftirtektarverður árangur,“ skrifar Páll. Hann segir öll gögn benda til að rétt notkun hlífðarbúnaðar sé örugg vörn gegn veirunni og almenn smitgátt sömuleiðis. „Það er því afskaplega áríðandi núna að við öll viðhöfum ítrustu smitvarnir við vinnuna okkar, í samskiptum við vinnufélaga og eins og kostur er í einkalífinu og þess bið ég ykkur lengstra orða.“ Röskun á hefðbundnum störfum Í pistli sínum fjallar Páll einnig um örkönnun sem gerð var á áhrifum faraldursins á störf heilbrigðisstarfsmanna. Hún hafi sýnt að 80 prósent starfsmanna telji faraldurinn hafa raskað hefðbundnum störfum þeirra. Flestir séu sammála um að breytingarnar séu bæði jákvæðar og neikvæðar. „Það sem fólk telur jákvætt er að tækniþekkingu hefur fleygt fram, nýjar rafrænar lausnir hafa verið teknar upp, ánægja ríkir með skipulag heimavinnu og fjarfundi, meiri vitund er um sýkingavarnir, verkferlar hafa verið einfaldaðir og samvinna aukist. Það sem talið er neikvætt er að þjónusta hefur verið skert á sumum stöðum, álag er mikið, erfitt er að vera í búningi og með grímu, einangrun sjúklinga hefur aukist og umönnun því umfangsmeiri auk þess sem samskipti við samstarfsfólk eru ekki eins náin,“ skrifar Páll. Þó hafi einnig komið fram að um þriðjungur starfsfólks segir líðan þeirra verri en almennt í byrjun hausts. Tólf prósent telji sig þurfa á aðstoð að halda vegna þessa. Páll hvetur starfsfólk til að nýta úrræði sem í boði séu og takast á við þessa líðan.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03 45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06 Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47 Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Sóttvarnalög verði endurskoðuð Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum. 25. september 2020 15:03
45 greindust með veiruna innanlands Meirihluti, eða 28 þeirra sem greindust, voru í sóttkví. 25. september 2020 11:06
Smituðum fjölgar á Landspítalanum Fleiri starfsmenn Landspítala greindust með kórónuveiruna í gær og umtalsverður fjöldi starfsmanna því í sóttkví. 25. september 2020 09:47
Hafa þurft að fresta hátt í fimmtíu aðgerðum vegna smita á spítalanum Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir það hafa töluverð áhrif á starfsemi spítalans að um 200 starfsmenn hans séu annað hvort í einangrun eða sóttkví eftir að fjöldi kórónuveirusmita greindist meðal starfsfólks. 24. september 2020 19:27
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði