Óskar Hrafn: Verður að passa að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 22:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson ásamt aðstoðarmönnum sínum, Gunnleifi Gunnleifssyni og Halldóri Árnasyni. vísir/vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er ánægjulegt að núna spiluðum við vel langstærstan hluta leiksins og fylgdum því eftir með því að taka þrjú stig,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Stjarnan komst yfir á 28. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Það virtist ekki fá mikið á leikmenn Breiðabliks sem gáfu bara enn frekar í þegar þeir lentu undir. „Leikmennirnir sýndu mikið þolgæði. Við fundum það í byrjun að við vorum með ágætis tak á Stjörnumönnunum og náðum að þrýsta þeim aftarlega. En það er erfitt að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Þeir eru feykilega öflugir og vel skipulagðir,“ sagði Óskar. „Það var alveg ljóst að þetta myndi taka tíma en við vorum þolinmóðir sem er eitthvað sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá mínu liði.“ En hvað var Óskar ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? „Þolinmæðina sem við sýndum. Við héldum planinu sem við lögðum upp með í byrjun. Ég var ánægður með hvernig við unnum boltann fljótt aftur eftir að við töpuðum honum sem segir okkur að liðið var vel skipulagt. Margar sóknir okkar voru feykilega góðar. Svo sýndum við þroska með því að sigla þessu heim. Það var ljóst að á meðan munurinn var bara eitt mark var Stjarnan aldrei að fara að leggjast undir sæng og hætta,“ sagði Óskar. „Við vissum að þeir myndu koma á einhverjum tímapunkti og við stóðumst það áhlaup vel. Ég er bara sáttur en auðvitað er það þannig, eins og ég sagði fyrir leik, að maður verður að passa sig að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er. Ekki verða ofsakátur þegar þú vinnur og falla í svartnætti þegar þú tapar. Við höfum reynt að gera það.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sína menn eftir sigurinn á Stjörnunni, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er ánægjulegt að núna spiluðum við vel langstærstan hluta leiksins og fylgdum því eftir með því að taka þrjú stig,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Stjarnan komst yfir á 28. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Það virtist ekki fá mikið á leikmenn Breiðabliks sem gáfu bara enn frekar í þegar þeir lentu undir. „Leikmennirnir sýndu mikið þolgæði. Við fundum það í byrjun að við vorum með ágætis tak á Stjörnumönnunum og náðum að þrýsta þeim aftarlega. En það er erfitt að brjóta Stjörnuna á bak aftur. Þeir eru feykilega öflugir og vel skipulagðir,“ sagði Óskar. „Það var alveg ljóst að þetta myndi taka tíma en við vorum þolinmóðir sem er eitthvað sem hefur vantað upp á í síðustu leikjum. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá mínu liði.“ En hvað var Óskar ánægðastur með í leik Breiðabliks í kvöld? „Þolinmæðina sem við sýndum. Við héldum planinu sem við lögðum upp með í byrjun. Ég var ánægður með hvernig við unnum boltann fljótt aftur eftir að við töpuðum honum sem segir okkur að liðið var vel skipulagt. Margar sóknir okkar voru feykilega góðar. Svo sýndum við þroska með því að sigla þessu heim. Það var ljóst að á meðan munurinn var bara eitt mark var Stjarnan aldrei að fara að leggjast undir sæng og hætta,“ sagði Óskar. „Við vissum að þeir myndu koma á einhverjum tímapunkti og við stóðumst það áhlaup vel. Ég er bara sáttur en auðvitað er það þannig, eins og ég sagði fyrir leik, að maður verður að passa sig að halda einhverju jafnvægi í þessu brjálæði sem þetta er. Ekki verða ofsakátur þegar þú vinnur og falla í svartnætti þegar þú tapar. Við höfum reynt að gera það.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 21:32