Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2020 12:30 Jakkaföt Netanjahú voru vel þvegin þegar hann hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku og það þrátt fyrir að hann hafi ekki komið með fullar töskur af óhreinum þvotti fyrir gestgjafa sína til að þvo í það skiptið. Vísir/EPA Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans. Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis. Bandarískir embættismenn, bæði opinberir starfsmenn og pólitískt skipaðir, segja Washington Post að þvottaþjónustan standi öllum erlendum þjóðarleiðtogum til boða en þeir nýti sér hana takmarkað þar sem þeir staldra að jafnaði stutt við. Öðru máli gegnir þó um Netanjahú-hjónin. „Netanjahú-hjónin eru þau einu sem kom í raun og veru með ferðatöskur fullar af óhreinum þvotti fyrir okkur að þvo. Eftir nokkrar ferðir varð ljóst að þetta var með ráðum gert,“ segir einn embættismaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Ísraelskir embættismenn segja fullyrðingarnar „fjarstæðukenndar“ og neita því að forsætisráðherrahjónin ofnoti þvottaþjónustuna í Bandaríkjunum. Netanjahú var ákærður fyrir spillingu í opinberu embætti en máli bíður enn meðferðar í hæstarétti Ísraels. Árið 2016 tókst honum að koma í veg fyrir að upplýsingar um kostnaður vegna fatahreinsunar sem hann lét skattgreiðendur standa straum af yrðu gerðar opinberar á grundvelli upplýsingalaga. Fjölmiðlar í Ísrael greindu nýverið frá því að Netanjahú og frú hefðu tekið með sér ellefu ferðatöskur í eins dags ferð til Portúgals í desember. Skrifstofa forsætisráðherrans fullyrti að í þeim hefðu verið hlutir sem hann þurfti á að halda starfs síns vegna, ekki óhreinar nærbrækur hans.
Ísrael Bandaríkin Húsráð Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira