Hætt við að veiran hafi náð fótfestu í nánu samfélagi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 23. september 2020 19:38 Stykkishólmur Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Þeir sjö sem greindust með covid-19 í hópsýkingu sem upp kom í Stykkishólmi voru ekki í sóttkví. Því er grunur um víðtækt samfélagssmit í bænum að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi. Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. „Í samfélögum eins og í Stykkishólmi þegar það er svona mikil nánd þá er alltaf hugsanlegt að þegar að einstaklingar sem eru smitaðir af sjúkdómnum og hafa verið að taka virkan þátt í samfélaginu, þá er alltaf þessi áhætta fyrir hendi að veiran hafi náð ákveðinni fótfestu í samfélaginu,“ segir Jakob. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi ræddi hópsmitið sem þar er komið upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.Vísir/skjáskot Eins og staðan sé núna sé óvissa um það en það komi betur í ljós á morgun hver staðan er raunverulega í bænum þegar fyrir liggja frekari niðurstöður úr sýnatöku. „Það voru 40 sem að voru skimaðir í morgun og við fáum vonandi að vita niðurstöðuna í fyrramálið og þá vitum við betur hvert umfangs smitsins er hér í Stykkishólmi.“ Aðspurður segir hann að gripið hafi verið til ýmissa varúðarráðstafana í samráði við sóttvarnayfirvöld. „Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ segir Jakob. Hefði átt að loka Reykjavík Bæjarbúar í Stykkishólmi sem fréttastofa ræddi við í dag voru margir hverjir áhyggjufullir yfir stöðunni. Þeirra á meðal er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi Bæjarstjóri í Stykkishólmi. „Það er náttúrlega mjög alvarlegt þegar fólk er veikt og ef að þetta dreifist eitthvað meira en vonandi nær fólk sér og þetta breiðist ekki út,“ sagði Sturla í samtali við fréttastofu á förnum vegi í Stykkishólmi í dag. Hann telji hljóðið í bæjarbúum þó bærilegt. „Fólk tekur þessu með jafnaðargeði.“ „Það er svolítið ógnvænlegt þegar það er notað þetta orð; hópsýking, en við komumst í gegnum þetta,“ segir Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, íbúi í Stykkishólmi en fleiri þeirra sem fréttastofa ræddi við í dag tóku í svipaðan streng. „Við tökum þetta mjög alvarlega og förum eftir öllum reglum hjá Víði og Þórólfi,“ segir Jón Eyþór Lárentsínusson, íbúi í Stykkishólmi. Hann sé þó ekki á þeirri skoðun að herða hefði þurft aðgerðir um allt landið. „Nei en það er svona spurning hvort þetta er að koma aftur upp í Reykjavík, hvort það ætti að loka því svæði. Það er svona spurningin og ég er alveg á því að þar hefði átt að loka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira