Hættir við að hleypa inn áhorfendum inn á leikina 1. október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki að fagna langþráðum Englandsmeistaratitli inn á Anfield en fögnuðu margir mikið fyrir utan völlinn. Getty/Christopher Furlong Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove. Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove.
Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira