„Það geta allir byrjað með hlaðvarp“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2020 20:01 Matthías Óskarsson og Sæþór Fannberg Sæþórsson hjálpa Íslendingum að koma hlaðvörpum á framfæri. Vísir/Vilhelm Vinirnir Sæþór Fannberg og Matthías Óskarsson hafa náð að búa til lítið samfélag hlaðvarpara hér á landi. Þeir byrjuðu með eigið hlaðvarp árið 2018 og vantaði þá aðstöðu til að taka upp og vinna þættina. Í kjölfarið opnuðu þeir Podcaststöðina og í dag eru yfir 20 hlaðvörp tekin upp í húsnæði þeirra og sífellt fleiri bætast í hópinn enda hafa hlaðvörp aldrei verið vinsælli hér á landi. „Hlaðvörp bjóða upp á ótrúlega fjölbreytt efni og allir geta fundið efni sem er skemmtilegt eða fræðandi hvort sem það er á íslensku eða ensku. Hlaðvörp fara líka oft dýpra ofan í málefnin og eru ekki háð neinum tímatakmörkunum,“ segir Sæþór. „Og hlaðvarp hentar einstaklega vel þar sem maður getur hlustað hvar og hvenær sem er, ýtt á stop og byrjað aftur þegar maður hefur tíma. Hlaðvarpsþættir hafa líka rýmra frelsi varðandi efnistök og betri tækifæri til að brjótast út fyrir formið en hefðbundnir miðlar,“ bætir Matti við. Að hans mati hafa vinsældir hlaðvarps á Íslandi aukist gríðarlega að undanförnu. Erfitt að byrja „Bæði ótrúleg fjölgun hlustenda og ekki síst íslensk framleiðsla á hlaðvarpsþáttum. Það er ljóst að miðillinn er kominn til að vera.“ Sæþór og Matti stofnuðu Podcaststöðina í mars árið 2018 og síðan þá hefur verkefnið stækkað mikið. „Fram að því höfðum við lengi talað um að byrja með eigin hlaðvarpsþátt sem heitir Spekingar Spjalla. Þegar við fórum að kynna okkur málin kom í ljós að það var ekkert sérstaklega auðvelt að fara af stað og enginn hér á landi að bjóða upp á þjónustu sem gæti aðstoðað okkur,“ segir Sæþór um það hvernig ævintýrið byrjaði. „Þegar við höfðum svo keypt upptökugræjur var augljóst að við þurftum að leyfa fleiri sem voru í sömu sporum og við að nýta þá þekkingu sem við höfðum aflað okkur í ferlinu og sömuleiðis að nýta þá aðstöðu sem við höfðum komið okkur upp,“ segir Matti. Hann segir að nú séu 23 hlaðvörp tekin upp hjá þeim og fleiri eru nú þegar í pípunum. Sæþór segir að flest hlaðvörpin eigi dyggan hlustendahóp sem fari sífellt stækkandi. Því sé erfitt að segja hvert þeirra sé vinsælast í augnablikinu. „Hlaðvörp eru líka ólík einhverju sem er í línulegri dagskrá, til dæmis útvarpi, því hver þáttur lifir lengi og safnar hlustun yfir langan tíma. Við erum að sjá staka þætti sem hafa ekki fengið neitt fljúgandi start en taka svo á flug eftir nokkra mánuði og frá gríðarlega mikla hlustun.“ Tvisvar þurft að finna stærra húsnæði Þeir hvetja umsjónarmenn hlaðvarpanna til þess að setja áhersluna frekar á gæði þáttanna frekar en tölfræðina. „Það er mismunandi eftir þáttum og málefnum en við segjum okkar fólki að einbeita sér að því að rækta sína hlustendur og ná til þeirra frekar en að einblína á einhverjar tölur. Þannig stækkar þú hlustendahópinn þinn og á meðan það er gaman og gefandi að halda úti hlaðvarpi skipta þær tölur svo sem ekki máli,“ segir Matti. Sæþór tekur undir þetta og bendir á að fólk gerir hlaðvörp á mismunandi forsendum. „Markmið sumra þátta er að fjölga hlustendum á meðan aðrir eru að gera þetta fyrir sig, tækifæri á að skapa eitthvað og læra af því í leiðinni.“ Þó að 23 hlaðvörp séu tekin upp á sama staðnum, segja þeir að það sé alveg vilji til þess að bæta við fleirum. Á meðal þeirra hlaðvarpa sem eru tekin upp í aðstöðunni eru Á mannauðsmáli, Absoloute training, Fæðingarcastið, Leiðin að bata, Ketókastið og mörg fleiri. „Já, við höfum tvisvar þurft að skipta um húsnæði og stækka við okkur. Nú erum við með tvö stúdíó opin og tilbúnir með það þriðja þegar þess verður þörf,“ segir Matti. „Ætli við þurfum ekki að flytja fljótlega til að opna fjórða og fimmta stúdíóið,“ segja þeir hlæjandi. Mörg ný hlaðvörp spretta upp hér á landi í hverjum mánuði og virðist engin breyting ætla að verða á því á næstunni. Hluti af þeim hlaðvörpum sem eru tekin upp í húsnæði Sæþórs og Matta.Skjáskot/Spotify Nöfn og merki hjálpa „Það geta allir byrjað með hlaðvarp, fyrsta skrefið er að drífa sig af stað og byrja að taka upp. Reynsla okkar er sú að hugmyndin í upphafi breytist oft jafnvel áður en fyrsti þáttur er gefinn út og svo þróast efnistök þáttarins í öllu ferlinu. Aðalatriðið er að hafa gaman af málefninu eða viðmælendum þínum og ekki skemmir að hafa ástríðu eða að minnsta kosti áhuga fyrir því efni sem þú ert að gera,“ segir Sæþór. „Það sem einkennir gott hlaðvarp og þáttastjórnendur er fyrst og fremst að þáttastjórnandanum líði vel með efninu sem hann fjallar um eða komi vel fyrir ef um viðtalsþátt er að ræða. Annars er það einstaklingsbundið og breytilegt eftir því hvort efnistökin séu „alvarleg,“ fræðandi eða jafnvel á léttu nótunum,“ segir Matti. Sæþór segir að það sé gott að finna gott nafn á hlaðvarpið, en það skipti ekki öllu. „Nafn og merki þáttarins hjálpa alltaf til en kemur ekki í stað þess að vanda sig við efnistök þáttarins eða skila umfjölluninni vel frá sér.“ Ákveðið samfélag hlaðvarpara „Við bjóðum upp á fyrsta flokks húsnæði og upptökugræjur þar sem allt er til alls. Það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta lagt út fyrir dýrum búnaði í upphafi sem verður kannski notaður sjaldan. Það er líka frábært að eiga sérstakan stað, og jafnvel uppáhalds sæti, þar sem þú kemur og skapar þitt efni, getur tekið á móti viðmælendum á hlutlausum stað, án þess að þurfa að reka heimilisfólkið inn í herbergi í langan tíma og að þurfa að ganga frá hreina þvottinum sem liggur í sófanum,“ segir Sæþór. „Hjá Podcaststöðinni hefur líka myndast ákveðið samfélag þar sem þú getur leitað til okkar eða annarra sem voru í sömu sporum og þú og hafa glímt við svipaðar spurningar sem fólk hefur í upphafi. Svo kynnist þú fólki sem hefur gaman að því sama og þú, að skapa og búa til hlaðvarp.“ Sæþór segir að sumir vilji aðeins fá að nota aðstöðuna en þeir bjóða líka upp á þjónustu eins og að sjá um alla eftirvinnslu og að koma þættinum á allar efnisveitur og þess háttar. Matti segir að öll fyrirtæki og stofnanir ættu að vera með hlaðvarp til að miðla upplýsingum til viðskiptavina eða kynna starfsemina sem þar fer fram. „Við erum þegar að þjónusta fyrirtæki, félög og stofnanir sem nota aðstöðuna okkar í eigin starfsemi hvort sem það er framleiðsla á efni sem nýtt er innahúss, sérstök dreifing eða almenn dreifing. Þessir aðilar eru að öðru leiti óháðir Podcaststöðinni. Við getum þar af leiðandi boðið þjónustu okkar öllum sem eru að hugsa um eða dreymir að framleiða hlaðvarpsefni.“ Ævar vísindamaður tilkynnti í dag að hann væri að fara af stað með hlaðvarp sem kallast einfaldlega Þitt eigið hlaðvarp. Hlaðvarpið fjallar um Þín eigin-bækurnar og hvernig hver og ein þeirra var búin til og tekur hann upp hjá þeim Sæþóri og Matta. Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Sjá meira
Vinirnir Sæþór Fannberg og Matthías Óskarsson hafa náð að búa til lítið samfélag hlaðvarpara hér á landi. Þeir byrjuðu með eigið hlaðvarp árið 2018 og vantaði þá aðstöðu til að taka upp og vinna þættina. Í kjölfarið opnuðu þeir Podcaststöðina og í dag eru yfir 20 hlaðvörp tekin upp í húsnæði þeirra og sífellt fleiri bætast í hópinn enda hafa hlaðvörp aldrei verið vinsælli hér á landi. „Hlaðvörp bjóða upp á ótrúlega fjölbreytt efni og allir geta fundið efni sem er skemmtilegt eða fræðandi hvort sem það er á íslensku eða ensku. Hlaðvörp fara líka oft dýpra ofan í málefnin og eru ekki háð neinum tímatakmörkunum,“ segir Sæþór. „Og hlaðvarp hentar einstaklega vel þar sem maður getur hlustað hvar og hvenær sem er, ýtt á stop og byrjað aftur þegar maður hefur tíma. Hlaðvarpsþættir hafa líka rýmra frelsi varðandi efnistök og betri tækifæri til að brjótast út fyrir formið en hefðbundnir miðlar,“ bætir Matti við. Að hans mati hafa vinsældir hlaðvarps á Íslandi aukist gríðarlega að undanförnu. Erfitt að byrja „Bæði ótrúleg fjölgun hlustenda og ekki síst íslensk framleiðsla á hlaðvarpsþáttum. Það er ljóst að miðillinn er kominn til að vera.“ Sæþór og Matti stofnuðu Podcaststöðina í mars árið 2018 og síðan þá hefur verkefnið stækkað mikið. „Fram að því höfðum við lengi talað um að byrja með eigin hlaðvarpsþátt sem heitir Spekingar Spjalla. Þegar við fórum að kynna okkur málin kom í ljós að það var ekkert sérstaklega auðvelt að fara af stað og enginn hér á landi að bjóða upp á þjónustu sem gæti aðstoðað okkur,“ segir Sæþór um það hvernig ævintýrið byrjaði. „Þegar við höfðum svo keypt upptökugræjur var augljóst að við þurftum að leyfa fleiri sem voru í sömu sporum og við að nýta þá þekkingu sem við höfðum aflað okkur í ferlinu og sömuleiðis að nýta þá aðstöðu sem við höfðum komið okkur upp,“ segir Matti. Hann segir að nú séu 23 hlaðvörp tekin upp hjá þeim og fleiri eru nú þegar í pípunum. Sæþór segir að flest hlaðvörpin eigi dyggan hlustendahóp sem fari sífellt stækkandi. Því sé erfitt að segja hvert þeirra sé vinsælast í augnablikinu. „Hlaðvörp eru líka ólík einhverju sem er í línulegri dagskrá, til dæmis útvarpi, því hver þáttur lifir lengi og safnar hlustun yfir langan tíma. Við erum að sjá staka þætti sem hafa ekki fengið neitt fljúgandi start en taka svo á flug eftir nokkra mánuði og frá gríðarlega mikla hlustun.“ Tvisvar þurft að finna stærra húsnæði Þeir hvetja umsjónarmenn hlaðvarpanna til þess að setja áhersluna frekar á gæði þáttanna frekar en tölfræðina. „Það er mismunandi eftir þáttum og málefnum en við segjum okkar fólki að einbeita sér að því að rækta sína hlustendur og ná til þeirra frekar en að einblína á einhverjar tölur. Þannig stækkar þú hlustendahópinn þinn og á meðan það er gaman og gefandi að halda úti hlaðvarpi skipta þær tölur svo sem ekki máli,“ segir Matti. Sæþór tekur undir þetta og bendir á að fólk gerir hlaðvörp á mismunandi forsendum. „Markmið sumra þátta er að fjölga hlustendum á meðan aðrir eru að gera þetta fyrir sig, tækifæri á að skapa eitthvað og læra af því í leiðinni.“ Þó að 23 hlaðvörp séu tekin upp á sama staðnum, segja þeir að það sé alveg vilji til þess að bæta við fleirum. Á meðal þeirra hlaðvarpa sem eru tekin upp í aðstöðunni eru Á mannauðsmáli, Absoloute training, Fæðingarcastið, Leiðin að bata, Ketókastið og mörg fleiri. „Já, við höfum tvisvar þurft að skipta um húsnæði og stækka við okkur. Nú erum við með tvö stúdíó opin og tilbúnir með það þriðja þegar þess verður þörf,“ segir Matti. „Ætli við þurfum ekki að flytja fljótlega til að opna fjórða og fimmta stúdíóið,“ segja þeir hlæjandi. Mörg ný hlaðvörp spretta upp hér á landi í hverjum mánuði og virðist engin breyting ætla að verða á því á næstunni. Hluti af þeim hlaðvörpum sem eru tekin upp í húsnæði Sæþórs og Matta.Skjáskot/Spotify Nöfn og merki hjálpa „Það geta allir byrjað með hlaðvarp, fyrsta skrefið er að drífa sig af stað og byrja að taka upp. Reynsla okkar er sú að hugmyndin í upphafi breytist oft jafnvel áður en fyrsti þáttur er gefinn út og svo þróast efnistök þáttarins í öllu ferlinu. Aðalatriðið er að hafa gaman af málefninu eða viðmælendum þínum og ekki skemmir að hafa ástríðu eða að minnsta kosti áhuga fyrir því efni sem þú ert að gera,“ segir Sæþór. „Það sem einkennir gott hlaðvarp og þáttastjórnendur er fyrst og fremst að þáttastjórnandanum líði vel með efninu sem hann fjallar um eða komi vel fyrir ef um viðtalsþátt er að ræða. Annars er það einstaklingsbundið og breytilegt eftir því hvort efnistökin séu „alvarleg,“ fræðandi eða jafnvel á léttu nótunum,“ segir Matti. Sæþór segir að það sé gott að finna gott nafn á hlaðvarpið, en það skipti ekki öllu. „Nafn og merki þáttarins hjálpa alltaf til en kemur ekki í stað þess að vanda sig við efnistök þáttarins eða skila umfjölluninni vel frá sér.“ Ákveðið samfélag hlaðvarpara „Við bjóðum upp á fyrsta flokks húsnæði og upptökugræjur þar sem allt er til alls. Það eru ekki allir í þeirri stöðu að geta lagt út fyrir dýrum búnaði í upphafi sem verður kannski notaður sjaldan. Það er líka frábært að eiga sérstakan stað, og jafnvel uppáhalds sæti, þar sem þú kemur og skapar þitt efni, getur tekið á móti viðmælendum á hlutlausum stað, án þess að þurfa að reka heimilisfólkið inn í herbergi í langan tíma og að þurfa að ganga frá hreina þvottinum sem liggur í sófanum,“ segir Sæþór. „Hjá Podcaststöðinni hefur líka myndast ákveðið samfélag þar sem þú getur leitað til okkar eða annarra sem voru í sömu sporum og þú og hafa glímt við svipaðar spurningar sem fólk hefur í upphafi. Svo kynnist þú fólki sem hefur gaman að því sama og þú, að skapa og búa til hlaðvarp.“ Sæþór segir að sumir vilji aðeins fá að nota aðstöðuna en þeir bjóða líka upp á þjónustu eins og að sjá um alla eftirvinnslu og að koma þættinum á allar efnisveitur og þess háttar. Matti segir að öll fyrirtæki og stofnanir ættu að vera með hlaðvarp til að miðla upplýsingum til viðskiptavina eða kynna starfsemina sem þar fer fram. „Við erum þegar að þjónusta fyrirtæki, félög og stofnanir sem nota aðstöðuna okkar í eigin starfsemi hvort sem það er framleiðsla á efni sem nýtt er innahúss, sérstök dreifing eða almenn dreifing. Þessir aðilar eru að öðru leiti óháðir Podcaststöðinni. Við getum þar af leiðandi boðið þjónustu okkar öllum sem eru að hugsa um eða dreymir að framleiða hlaðvarpsefni.“ Ævar vísindamaður tilkynnti í dag að hann væri að fara af stað með hlaðvarp sem kallast einfaldlega Þitt eigið hlaðvarp. Hlaðvarpið fjallar um Þín eigin-bækurnar og hvernig hver og ein þeirra var búin til og tekur hann upp hjá þeim Sæþóri og Matta.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Sjá meira