Segir þriðju bylgju faraldursins hafna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. september 2020 15:08 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. Smitin sem greinst hafi frá því á fimmtudag hafi farið langt út fyrir spár um aðra bylgju kórónuveiruteymisins hjá háskólanum. „Veiran hefur hegðað sér í samræmi við spá í næstum tvo mánuði. Hún gerði það líka í fyrstu bylgju frá 28. febrúar inn í miðjan maí. En nú hefur hún stungið okkur laglega af sem þýðir að það hefur eitthvað mikið breyst,“ skrifar Thor í færslu á Facebook. Spálíkanið yfir aðra bylgju faraldursins. Rauðu punktarnir sýna fjölgun smita síðustu daga.Facebook/Thor Aspelund Hann segir að nýju smitin séu nú langt út fyrir myndina frá því á fimmtudag og komist ekki einu sinni inn á spálíkanið. Þá þurfi ekki mörg smit til að koma af stað bylgju. Hvert eitt og einasta sem náist að temja með sóttkví og smitvörnum telji. „Samskipti milli fólks í upphafi skólaárs eru e.t.v. með öðrum takti. Við höfum ekki getað tekið svoleiðis vísbendingar inn í líkan enda þyrftum við þá daglega vöktun á samskiptum í þjóðfélaginu. Eflaust allt hægt en kannski viljum við það ekkert endilega,“ skrifar hann. Hann segir að nú þurfi að bíða í nokkra daga til þess að sjá hvert þessi bylgja stefni. Vonandi sé svo hægt að kynna spá um framhaldið eftir viku en alveg eins og í fyrstu og annarri bylgju þurfi teymið nokkra daga til að meta aðstæður og búa til spá. „Hún er ögrandi þessi veira en þetta er ekkert öðruvísi verkefni,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29 Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafna. Smitin sem greinst hafi frá því á fimmtudag hafi farið langt út fyrir spár um aðra bylgju kórónuveiruteymisins hjá háskólanum. „Veiran hefur hegðað sér í samræmi við spá í næstum tvo mánuði. Hún gerði það líka í fyrstu bylgju frá 28. febrúar inn í miðjan maí. En nú hefur hún stungið okkur laglega af sem þýðir að það hefur eitthvað mikið breyst,“ skrifar Thor í færslu á Facebook. Spálíkanið yfir aðra bylgju faraldursins. Rauðu punktarnir sýna fjölgun smita síðustu daga.Facebook/Thor Aspelund Hann segir að nýju smitin séu nú langt út fyrir myndina frá því á fimmtudag og komist ekki einu sinni inn á spálíkanið. Þá þurfi ekki mörg smit til að koma af stað bylgju. Hvert eitt og einasta sem náist að temja með sóttkví og smitvörnum telji. „Samskipti milli fólks í upphafi skólaárs eru e.t.v. með öðrum takti. Við höfum ekki getað tekið svoleiðis vísbendingar inn í líkan enda þyrftum við þá daglega vöktun á samskiptum í þjóðfélaginu. Eflaust allt hægt en kannski viljum við það ekkert endilega,“ skrifar hann. Hann segir að nú þurfi að bíða í nokkra daga til þess að sjá hvert þessi bylgja stefni. Vonandi sé svo hægt að kynna spá um framhaldið eftir viku en alveg eins og í fyrstu og annarri bylgju þurfi teymið nokkra daga til að meta aðstæður og búa til spá. „Hún er ögrandi þessi veira en þetta er ekkert öðruvísi verkefni,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29 Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Ekki rétt að leita að sökudólgum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. 19. september 2020 14:29
Áhorfendabann á leikjum á vegum HSÍ og KKÍ um helgina Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum á vegum HSÍ þessa helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu sambandsins sem send var á fjölmiðla. 19. september 2020 13:13
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00