Sauðfjárbóndi segir íslenskan landbúnað á hraðri niðurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2020 13:08 Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira