Syngur um hve lífið er dýrmætt eftir að læknir kom auga á váboða í golfi Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2020 09:00 Herbert Guðmundsson, söngvari, hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Lífið. Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan: Heilsa Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Herbert Guðmundsson gaf nýverið út lagið Lífið sem hefur fengið talsverða spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins. Hebbi, eins og hann er jafnan kallaður, var heldur betur minntur á hve dýrmætt lífið er á dögunum þegar hjartalæknir var með honum í golfi í sumar og tók eftir að því að ekki var allt með felldu. Hebbi hafði fundið fyrir seiðingi í brjóstkassanum. Hann taldi þetta vera merki um stífleika og hafði reynt að teygja það úr sér. Hann harkaði verkinn af sér og hélt áfram sínu daglega lífi. Þegar hann var staddur í golfi á Urriðavelli Golfklúbbsins Odds hitti hann fyrir hjartalækninn Ásgeir Jónsson, sem einnig er kylfingur. Hebbi lýsir verknum fyrir Ásgeiri sem svarar um hæl að honum lítist ekki á blikunum og boðar Hebba í skoðun. Í ljós kom að Hebbi var með þrengingu í einni af kransaæðunum sem var lagfært með hjartaþræðingu. „Ég er eins og nýsleginn túskildingurinn í dag,“ segir söngvarinn í samtali við Vísi. „Hefði ég ekki hitt Ásgeir lækni í golfi þá hefði þetta mögulega farið mun verr. Ég er honum alveg ótrúlega þakklátur,“ bætir Hebbi við. Hann hefur skemmt Íslendingum til fjölda ára og slær hvergi slöku við. Í dag má heyra hann syngja um hversu verðmætt lífið er í nýjasta lagi sínu. Lagið vann hann með syni sínum Svani en textinn er eftir Friðrik Sturluson sem margir kannast við úr hljómsveitinni Sálinni hans Jóns míns. Sonur hans Svanur leikur á hljómborð í laginu. Vignir Snær leikur og gítar og stjórnar upptökum, Róbert Þórhallsson sér um bassaleikinn, Magnús Magnússon slær taktinn á trommur, Kristinn Svavarsson blæs í saxafón og Pétur Örn Guðmundsson syngur bakraddir. Lagið má heyra hér fyrir neðan:
Heilsa Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira