Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2020 11:51 Fjölskyldan hefur dvalið á Íslandi í rúmlega 25 mánuði. Börnin tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu vel. vísir Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. Fjölskyldan er enn í felum. Egypska fjölskyldan sem átti að vísa úr landi á miðvikudag er ófundin og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa eftir henni. Þá er engin formleg leit hafi samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi sem bjó um árabil í Egyptalandi, sagði í viðtali á Vísi á dögunum að það væri aðeins spursmál um daga, eftir að fjölskyldan komi til Egyptalands, að þau lendi í yfirvöldum og fjölskyldufaðirinn í pyntingum og fangelsisvist. Hann vinnur nú að því að taka saman sviðsmynd af ástandinu sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum. „Ég er að reyna koma frá mér einhvers konar skrifum um hvað getur gerst þegar þau koma til Egyptalands. Það er óheyrilega ógnvekjandi að þau verða afhent egypsku lögreglunni vegna þess að hún er mjög spillt og þeir pynta sjálfir, menn eru pyntaðir á lögreglustöð og þú ert raunverulega afhentur óvinunum því þeir eru framlenging herforingjanna,“ segir Sverrir. Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður félags múslima á Íslandi, bjó um árabil í Egyptalandi. Hann grunar að þeir sem um málið fjalla hafi enga hugmynd um hvernig ástandið í Egyptalandi sé og telji jafnvel að Múslímska bræðralagið, sem fjölskyldufaðirinn var hluti af, séu hryðjuverkasamtök. Svo sé ekki. „Ef þau vissu bara tíu prósent af því sem er mest ógnvekjandi af því við þessa stöðu þá myndu þau aldrei senda nokkurn mann þarna. Þjóðin er klofin í tvennt og meðlimir bræðralagsins lenda illa í því og ef þessi maður er meðlimur þar þá er hann í vondum málum og það endar með því að hann verður tekinn og fangelsaður og það getur alveg verið að börnunum verði rænt. Þeir hafa stundað það að ræna börnum og halda þeim í viku og sleppa þeim svo. Það er ekkert hægt að senda fólk með þennan bakrunn til Egyptalands,“ segir Sverrir. Hann segir að Múslímska bræðralagið sé tiltölulega hófsöm hreyfing sem kosin var til valda á sínum tíma í lýðræðislegri kosningu. Bræðalagið hafi mátt sæta ofsóknum af hálfu AlQuaida og Isis vegna frjálslyndis. Hann vonast til að samantektin hafi áhrif á þá sem ráða. „Ég bara vona að þau taki sönsum. Ég ætla að vona að fólkið lesi þetta og það þarf ekkert að lesa lengi því áróðurinn gegn bræðalaginu í Egyptalandi er ógeðslegur. Þetta er löng hefð, alveg frá 1940, að þeir eru að senda ofbeldismenn að fremja ógæfuverk og svo er bræðralaginu alltaf kennt um það og þeir ofsóttir," segir Sverrir.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58