Gagnrýnir Þjóðleikhúsið fyrir einsleita auglýsingu og kallar eftir fjölbreyttari flóru Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 07:00 Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir ábyrgð listrænna stjórnenda mikla. Það sé nauðsynlegt að huga að því að sögur sem flestra fái að heyrast og að menningarlífið endurspegli fjölbreytileikann. Birta Rán Björgvinsdóttir Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“ Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Leikkonan Aldís Amah Hamilton segir mikilvægt að menningarlíf þjóðarinnar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins og höfði til allra. Hún vakti athygli á því í gær að leikhópur Þjóðleikhússins fyrir komandi leikár væri nokkuð einsleitur, en í ár er enginn leikari í auglýsingu fyrir komandi leikár af blönduðum uppruna. Í samtali við Vísi segir Aldís marga listamenn veigra sér við það að benda á þessa hluti af ótta við gagnrýni og útskúfun. Sjálf hafi hún þó fengið mörg tækifæri á sviði lista eftir hún útskrifaðist frá Listaháskólanum árið 2016 sem hún hefði sennilega ekki fengið hefði hún litið út eins og „hinn hefðbundni Íslendingur“ en þó sé nauðsynlegt að benda á það sem megi betur fara. „Það sem ég er að benda á er að leikhúsið virðist vera svolítið eftir á þegar kemur að þessum málum. Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi vera að standa sig betur; það hafa komið frábærar myndir á borð við Agnes Joy og ég hef leikið í nokkrum seríum og kvikmyndum þar sem ég hef bara leikið hefðbundinn Íslending, sama hvort ég heiti Dísa eða Hildur,“ segir Aldís. Kápan á bæklingi Þjóðleikhússins.Þjóðleikhúsið Aldís, sem var sjálf hjá Þjóðleikhúsinu í eitt ár, segir auglýsinguna fyrir leikárið ekki endurspegla þá umræðu sem hefur átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Hún bendir á að samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar eru innflytjendur um fimmtán prósent þeirra sem búa hér á landi og það væri skref í rétta átt að taka mið af því. „Það þarf því miður að leggja á sig þennan auka klukkutíma af vinnudeginum og horfa á umhverfið sitt.“ „Við gleðjumst alltaf þegar við sjáum einhvern sem líkist okkur“ Að sögn Aldísar segist hún oft heyra það að leikarar og listamenn þurfi að skapa sín eigin tækifæri. Hún segir það vissulega rétt, en þó sé ábyrgð þeirra sem kjósa að starfa við slíkt og eru við stjórnvölinn einnig til staðar. Það megi ekki gleyma því að tugþúsundir Íslendinga koma af blönduðum uppruna og þeirra sögur eigi einnig rétt á sér. „Ef þú ætlar að segja sögur allra landsmanna þá fellur það í hlut stjórnenda að deila sögunum sirka jafnt. Núna er um það bil 1/5 Íslendinga samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrsta og önnur kynslóð af blönduðum uppruna, þá ættu einhverjar sögur að vera um þá Íslendinga og hafa flóruna örlítið fjölbreyttari.“ Hún bendir á að flestir Íslendingar geti speglað sig í nær öllu afþreyingarefni sem er gefið út hér á landi, sama hvort sem það er í kvikmyndum eða leikhúsi, og því engin furða að þeir taki ekki eftir því þegar hópurinn er nokkuð einsleitur. Þeir Íslendingar sem eru af blönduðum uppruna fagna því sérstaklega þegar þau sjá einhvern sem þau geta speglað sig í, bæði útlitslega og menningarlega. „Íslendingar hafa kannski ekki pælt oft í því hvort þeir sjái reglulega litaða manneskju í sjónvarpi eða kvikmyndum eða hvað, en 1/5 okkar gerir það. Í hverri einustu uppsetningu, á hverju einasta leikári og hverri einustu þáttaröð – við pælum alltaf í því og við gleðjumst þegar við sjáum einhvern okkur sem líkist okkur.“ Öllum hollt að heyra sögur annarra Hún ítrekar að hún sé ekki að úthrópa leikhúsið fyrir leikaravalið. Einsleitnin hafi að öllum líkindum verið ómeðvituð en það sé þó í höndum stjórnenda að vera vakandi fyrir slíku. Þá sé það kærkomið fyrir marga að geta fundið sér fyrirmyndir á stærstu sviðum þjóðfélagsins. Aldís þekkir það vel af eigin raun. Hún var fjallkonan á síðasta ári og las ljóð við hátíðardagskrá á Austurvelli þegar 17. júní var haldinn hátíðlegur. Valið á fjallkonunni það árið vakti mikla athygli og almenna ánægju. „Ég fann fyrir því þegar ég fékk þann heiður að vera fjallkonan í fyrra, þá kom það í ljós hversu margir fögnuðu því að fá fjallkonu sem var kannski ekki alveg hin hefðbundna birtingarmynd íslensku konunnar.“ Þá segir hún það vera samfélaginu til góðs að heyra þær sögur sem fá sjaldnar að heyrast. Þannig fái aðrir betri innsýn í raunveruleika allra þeirra sem búa hér á landi og þar með betri skilning á samfélaginu. „Það að geta haft samkennd með öðrum Íslendingum er það sem kom þessu samfélagi á betri stað, og þú færð eiginlega ekki samkennd nema þú heyrir sögur annarra og hlustir.“
Leikhús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira