Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 15:43 Maduro forseti er ekki aðeins sagður hafa vitað af glæpum öryggissveita heldur hafa gefið skipanir um þá. Vísir/EPA Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn sósíalistans Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. Vísar þeir til morða, pyntinga, ofbeldis og mannshvarfa sem eiga sér stað í Suður-Ameríkulandinu. Öryggissveitir í Venesúela hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi, þar á meðal pyntingum, frá árinu 2014. Í skýrslu rannsóknarnefndar mannréttindaráðsins sem kom út í dag segir að markmið þess hafi verið að bæla niður andóf. Maduro og innanríkis- og varnarmálaráðherrar hans hafi ekki aðeins vitað af þeim glæpum heldur hafi þeir gefið skipanir, samhæft aðgerðir og séð öryggissveitunum fyrir búnaði til að fremja þá, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Fjarri því að vera einangraðir verknaðir voru þessir glæpir samhæfðir og framdir í samræmi við stefnu ríkisins með vitun eða beinum stuðningi yfirmanna og háttsettra embættismanna ríkisstjórnarinnar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Jorge Valero, sendiherra Venesúela hjá Sameinuðu þjóðunum, afskrifaði rannsóknina sem „fjandsamlega aðgerð“ sem væri liður í herferð Bandaríkjastjórnar í fyrra. Bönnuðu stjórnvöld í Caracas rannsakendum Sameinuðu þjóðanna að koma til landsins. Á fimmta tug einstaklinga nafngreindur Rannsakendurnir segja að öryggissveitir hafi iðulega komið vopnum fyrir á svæðum þar sem íbúar voru taldir hliðhollir stjórnarandstöðunni. Fulltrúar öryggissveita hafi síðan verið sendir þangað og þeir skotið fólk af stuttu færi, handtekið það, pyntað og drepið. Í skýrslunni eru 45 einstaklingar sem eru taldir hafa bein tengsl við ofbeldið nefndir með nafni. Hvetja skýrsluhöfundar til þess að stjórnvöld í Venesúela dragi þá til ábyrgða og komi í veg fyrir frekari brot.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03