Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 11:30 Íslandsheimsókn Phils Foden og Masons Greenwood fyrr í þessum mánuði var eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. GETTY/MIKE EGERTON Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra. Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra.
Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira