Flugvélin til Amsterdam farin í loftið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2020 08:57 Kehdr-fjölskyldan. Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið um klukkan hálf átta í morgun. Magnús hefur ekki náð í fjölskylduna það sem af er morgni, slökkt sé á símum þeirra, og veit ekki hvort hún sé farin af landi brott. „Að því marki sem mér eru kunnugar aðgerðir lögreglu þá stóð það til að fljúga gegnum Amsterdam,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu í morgun. Þá gagnrýnir hann ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær og segir hann fara með rangt mál. Sviðsstjórinn hafi gert mikið úr því í viðtalinu að brottvísunin hafi verið fjölskyldunni sjálfri að kenna með vísan til þess að hún hafi ekki viljað endurnýja vegabréf. „Höfum í huga að úrskurðurinn sem núna er verið að framkvæma var kveðinn upp 14. nóvember 2019 og birtur umbjóðendum mínum 18. nóvember. Þá hafa þau þrjátíu daga til að yfirgefa landið, það gerðu þau ekki. Þannig að þegar þessir þrjátíu dagar eru liðnir er kominn 18. desember. Frá þeim degi og til 28. janúar var fjölskyldan með gild ferðaskilríki,“ segir Magnús. „Stjórnvöld hefðu getað flutt fjölskylduna úr landi á þeim tíma. Og það þarf að spyrja spurningarinnar af hverju það hafi ekki verið gert. Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist? Þannig að það að kenna fjölskyldunni alfarið um þetta er í besta falli afbökun og í versta falli hrein lygi.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam. Sú flugvél fór í loftið um klukkan hálf átta í morgun. Magnús hefur ekki náð í fjölskylduna það sem af er morgni, slökkt sé á símum þeirra, og veit ekki hvort hún sé farin af landi brott. „Að því marki sem mér eru kunnugar aðgerðir lögreglu þá stóð það til að fljúga gegnum Amsterdam,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu í morgun. Þá gagnrýnir hann ummæli sviðsstjóra Útlendingastofnunar í Kastljósi í gær og segir hann fara með rangt mál. Sviðsstjórinn hafi gert mikið úr því í viðtalinu að brottvísunin hafi verið fjölskyldunni sjálfri að kenna með vísan til þess að hún hafi ekki viljað endurnýja vegabréf. „Höfum í huga að úrskurðurinn sem núna er verið að framkvæma var kveðinn upp 14. nóvember 2019 og birtur umbjóðendum mínum 18. nóvember. Þá hafa þau þrjátíu daga til að yfirgefa landið, það gerðu þau ekki. Þannig að þegar þessir þrjátíu dagar eru liðnir er kominn 18. desember. Frá þeim degi og til 28. janúar var fjölskyldan með gild ferðaskilríki,“ segir Magnús. „Stjórnvöld hefðu getað flutt fjölskylduna úr landi á þeim tíma. Og það þarf að spyrja spurningarinnar af hverju það hafi ekki verið gert. Svo átti að flytja þau úr landi í febrúar. Af hverju að skipuleggja flutning úr landi þegar fyrir liggur að vegabréfin eru útrunnin? Af hverju ekki að gera það áður en það gerist? Þannig að það að kenna fjölskyldunni alfarið um þetta er í besta falli afbökun og í versta falli hrein lygi.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34 Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24 Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Egypsku fjölskyldunni vísað úr landi í fyrramálið Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni Ibrahim Kehdr og fjölskyldu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra og hyggst ekki taka fyrir kröfur fjölskyldunnar um endurupptöku málsins áður en það á að vísa þeim úr landi. 15. september 2020 18:34
Hundruð mótmæla á Austurvelli Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi. 15. september 2020 16:24
Segjast ekki beita sér í einstaka málum Vísa á sex manna egypskri fjölskyldu úr landi á morgun sem sótt hefur um hæli hér á landi. 15. september 2020 14:19