Breiðum birkið út! Pétur Halldórsson skrifar 15. september 2020 16:00 Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Pétur Halldórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. Planta þessi er birki, ilmbjörk, og heitir á latínu Betula pubescens. Við landnám var að minnsta kosti fjórðungur landsins vaxinn birkiskóglendi. Nú er þekja birkis einungis hálft annað prósent. Aðeins hálft prósent af þessu birkiskóglendi telst vera skógur út frá alþjóðlegri skilgreiningu á skógi, sem segir að skógur sé svæði sem er að minnsta kosti hálfur hektari á stærð vaxið trjám sem ná 5 metra hæð eða meira. Slíkur skógur gæti vaxið mun víðar en nú er. Pétur Halldórsson Meginkostur birkis er mikil fræframleiðsla sem þýðir að tegundin er mjög dugleg að sá sér út ef aðstæður eru hagstæðar fyrir fræið að spíra. Birki er frumherjategund. Slíkar tegundir eru á undan öðrum að nema land og duga því vel til að koma upp heilbrigðri gróðurhulu sem þolað getur ýmis áföll. Á Íslandi þarf gróðurlendi að þola alls kyns áraun af völdum náttúruaflanna, hvort sem það er veður, öskugos eða annað. Skógi vaxið land stenst slíka áraun mun betur en skóglaust. Í dag er biðlað til þjóðarinnar að hjálpa birkinu að breiðast út á ný um landið. Nælið ykkur í söfnunaröskju í Bónus eða finnið sjálf bréfpoka, taupoka eða grisju til að safna í, finnið falleg tré með miklu fræi, skráið hvar tínt var og sáið á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er. Ef fólki hentar ekki að sá fræinu á eigin spýtur má líka skila því í tunnur í Bónus-verslunum eða koma því til Skógræktarinnar eða Landgræðslunnar. Meira á vef verkefnisins, birkiskogur.is. Höfundur situr í undirbúningshópi fræsöfnunarverkefnisins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar