YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 19:39 YouTube hefur kynnt til sögunnar Shorts, sem hefur í raun sömu virknu og TikTok. Getty/Avishek Das/Mateusz Slodkowski Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok. Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið. Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok. Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli. YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok.
Samfélagsmiðlar Indland TikTok Google Tengdar fréttir Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34 TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin Sjá meira
Ekkert verður af kaupum Microsoft á TikTok Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum. 14. september 2020 07:34
TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. 23. ágúst 2020 11:33
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42